Félagsþjónusta og forvarnarmál
  • SIS_Felagsthjonusta_190x160

Sveitarfélögin bera ábyrgð á fjölbreyttri félagsþjónustu við íbúa sína. Hlutverk félagsþjónustunnar almennt er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúanna í sveitarfélögunum á grundvelli samhjálpar eins og kveðið er á um í lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Með því að vera með skipulagða félagsþjónustu leitast sveitarfélögin við að tryggja íbúum sínum félagslegt öryggi með heildstæðri félagslegri þjónustu. Með skipulagðri félagsþjónustu er lögð áhersla á að réttur íbúa sé alltaf ljós og einstaklingum ekki mismunað. Þjónustan er opin öllum íbúum.

Eins og lögin gera ráð fyrir er lögð áhersla á að hjálpa einstaklingum til sjálfshjálpar, bæði með ráðgjöf og öðrum viðeigandi stuðningi. Verkefni félagsþjónustunnar eru eins og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga kveða á um sem og önnur viðeigandi lög. Meðal annars er um að ræða almenna félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, húsnæðismál, málefni aldraðra, félagsleg heimaþjónusta og málefni fatlaðra. Málefni barna og ungmenna, þar með talin vinnsla samkvæmt barnaverndarlögum.

Sveitarfélögin leggja jafnan metnað í það að ráða til sín hæft fagfólk sem annast meðferð og vinnslu allra mála, sem varða einstaklinga og fjölskyldur í samræmi við reglur bæjarfélaganna sem settar eru í samræmi við viðeigandi  lög og reglugerðir, sjá nánar á heimasíðum sveitarfélaganna. Viðkomandi starfsmenn starfa þá í umboði viðkomandi félagsmála- eða barnaverndarnefndar.

Eitt af stóru verkefnum félagsþjónustu sveitarfélaganna þessa stundina er að unnið er að viðamikilli yfirfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og rætt er um frekari flutning verkefna á þessu sviði.
Fjölmenningasetur NPA_hnappur Attavitin

Verkefni sveitarfélaga

Fréttir - Félagsþjónusta

SIS_Felagsthjonusta_760x640

28.3.2014 : Ný reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk 2014

Innanríkisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2014. Reglugerðin er sett á grundvelli 13. gr. a. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 með síðari breytingum.

Lesa meira
 
Velferdarnefnd

5.3.2014 : Velferðarnefnd Alþingis í heimsókn hjá sambandinu

Velferðarnefnd Alþingis heimsótti Samband íslenskra sveitarfélaga 5. mars 2014. Um var að ræða fyrstu heimsókn þingnefndar á kjörtímabilinu. Halldór Halldórsson, formaður stjórnar sambandsins, bauð nefndarkonur og –menn velkomin og lýsti yfir ánægju með að fundur sem þessi væri haldinn. Á dagskránni væru mörg stór sameiginleg mál ríkis og sveitarfélaga sem hefðu snertifleti við löggjafarstarfið og verkefni velferðarnefndar sérstaklega.

Lesa meira
 

Fleiri fréttir
Útlit síðu: