Rammasamningur með sveitarfélögum um aukið framboð á húsnæði

Þriðjudaginn 13. september kl.12.00 verður haldinn upphafsfundur um rammasamning á milli ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða á árunum 2023-2032.

Fundurinn verður haldinn hjá HMS í Borgartúni 21 en honum verður jafnframt streymt í gegnum Teams.
 
Fram til þessa hefur vantað skýra sýn hversu margar íbúðir þarf að byggja á hverjum tíma á landinu. Í fyrsta sinn hafa ríki og sveitarfélög gert með sér samkomulag um sameiginlega sýn á aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði til tíu ára.
 
Á fundinum mun Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, fara yfir umgjörð rammasamningsins og vinnuna sem er framundan í þeim efnum. Á næstunni mun fara fram náið samtal milli ríkisins og sveitarfélaga landsins þar sem staðan verður metin og verkefnið unnið áfram á þeim grundvelli.
 
Dagskrá fundarins:

  • Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
  • Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Elmar Erlendsson, teymisstjóri húsnæðisáætlana hjá HMS

Fundarstjóri: Karlotta Halldórsdóttir, samskiptastjóri HMS

Við biðjum fólk vinsamlegast um að skrá sig á fundinn en hann fer fram í húsakynnum HMS að Borgartúni 21 en fundinum verður jafnframt streymt. Hlekk á streymið má nálgast hér. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Skráning fer fram hér