Hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga starfar fjölbreyttur hópur einstaklinga með víðfema þekkingu á málefnum sveitarfélaga og saman mynda þau sterka liðsheild.
Sambandi íslenskra sveitarfélaga er skipt upp í þrjú stjórnunarsvið; stjórnsýslusvið, þróunarsvið og þjónustusvið. Auk þess er starfandi Samninganefnd sambandsins sem leiðir kjaraviðræður fyrir hönd sveitarfélaganna. Framkvæmdastjóri er æðsti yfirmaður skipulagsheildarinnar, sem telur sviðsstjóra stjórnunarsviðanna, yfirlögfræðing og samskiptastjóra.