Hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga starfar fjölbreyttur hópur einstaklinga með víðfema þekkingu á málefnum sveitarfélaga og saman mynda þau sterka liðsheild.
Sambandi íslenskra sveitarfélaga er skipt upp í fimm stjórnunarsvið; rekstrar- og útgáfusvið, hag- og upplýsingasvið, þróunar- og alþjóðasvið, lögfræði-og velferðarsvið og kjarasvið. Framkvæmdastjóri er æðsti yfirmaður skipulagsheildarinnar en sviðsstjórar stýra hverju stjórnunarsviði. Sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs er jafnframt starfsmannastjóri.