Starf forvarnafulltrúa sveitarfélaga laust til umsóknar

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu forvarnafulltrúa sem mun vinna að því að styðja við framkvæmd aðgerðaáætlunar 2021-2025 um skipulagðar forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Nánar

Fréttir og tilkynningar

Félagsþjónusta

Átak til eflingar félagsstarfs fullorðinna

Félags- og barnamálaráðherra, hefur sett af stað átaksverkefni til að efla félagsstarf fullorðinna í samvinnu við sveitarfélögin, ásamt aðgerðum til heilsueflingar eldri borgara í samvinnu við Landssamband eldri borgara og ÍSÍ.
Lesa
Umhverfis- og tæknimál

Byggjum grænni framtíð

Á næstu tveimur vikum verða haldnar fimm opnar vinnustofur á Teams á vegum verkefnisins Byggjum grænni framtíð. Til umræðu verða aðgerðir sem eiga að efla vistvæna mannvirkjagerð til ársins 2030.
Lesa
Skipulags- og byggðamál

Ísland ljóstengt 2021: Tólf sveitarfélögum stendur til boða að sækja um styrk

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt frétt á vef sínum þar sem fram kemur að tólf sveitarfélögum stendur til boða að sækja um styrk í fjarskiptasjóð vegna lokaúthlutunar í landsátakinu Ísland ljóstengt.
Lesa
Umhverfis- og tæknimál

Opinn fundur um leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á opnum fundi um leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands, með tilliti til ræktunar, sem fram fer á Teams miðvikudaginn 3. mars kl. 15:00.
Lesa
Fjármál

Gögn um staðgreiðsluskyldar tekjur aðgengileg á vef sambandsins

Að undanförnu hefur Hagstofa Íslands birt gögn um staðgreiðsluskyldar tekjur eftir sveitarfélögum og mánuðum á heimasíðu sinni í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Lesa
Umhverfis- og tæknimál

Sveitarfélögum ætlað stórt hlutverk í hringrásarhagkerfinu

Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði í síðustu viku umsögn um drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra um meðhöndlun úrgangs til ársins 2032. Stefnan, sem ber heitið Í átt að hringrásarhagkerfi, tekur við af Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013–2024 og er það í samræmi við þær breytingar sem gerðar voru á lögum um meðhöndlun úrgangs árið 2014.
Lesa
Þróunar- og alþjóðamál

Ályktun um aðgerðir til að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum í sveitarstjórnarstjórnum

Vegna Covid féllu niður í fyrsta sinn í sögu Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins bæði vor- og haustþing 2020. Stjórnskipunarnefnd þingsins, sem er skipuð formönnum sendinefnda, hefur í staðinn komið saman nokkrum sinnum til að afgreiða mál þingsins.
Lesa
Sambandið

Þrjú störf án staðsetningar

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir nú laus til umsóknar þrjú störf án staðsetningar. Um er að ræða tvö störf er snúa að stafrænni umbreytingu sveitarfélaga og starf forvarnarfulltrúa sveitarfélaga.
Lesa
Allar fréttir

Sveitarfélögin

  • Landið allt

    368.590 Íbúar
    69 Sveitarfélög

Upplýsingasíða vegna COVID-19