Fréttir og tilkynningar

Almanna- og öryggishagsmunir verði ávallt hafðir í fyrirrúmi
„Stjórnvöldum ber skylda til að haga málum þannig að almanna- og öryggishagsmunir verði ávallt hafðir í fyrirrúmi við uppbyggingu og rekstur innviða sem eiga að tryggja öryggi og jafna búsetuskilyrði allra landsmanna.“

Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skilað inn umsögn sína á 391. máli sem nú liggur fyrir Alþingi, um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlög.

Félagsdómur dæmir sambandinu í vil gegn Kennarasambandi Íslands
Félagsdómur sýknaði síðdegis í gær Samband íslenskra sveitarfélaga af kröfu Kennarasambands Íslands um að grunnskólakennarar ættu tilkall til 8% persónuálags ofan á grunnlaun sín vegna M.Ed. prófs, óháð því hvort þeir hefðu lokið þeirri viðbótarmenntun eða ekki.

Loftslagsáætlanir sveitarfélaga í brennidepli
Fulltrúar sveitarfélaga ræddu loftslagsáætlanir sveitarfélaga á fjölmennum fundi í Garðabæ þann 22. nóvember sl. Þar voru saman komnir tengiliðir sveitarfélaga sem taka þátt í Samstarfsvettvangi um loftslagsmál og heimsmarkmiðin. Fundinum var streymt og var um fjórðungur fundarmanna í fjarfundi.

Breytingar á samþykktum vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur birt í B-deild á vef Stjórnartíðinda, dags. 29. nóvember sl., tvær reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 sem breytt var með lögum nr. 96/2019 (tóku gildi 1. september 2019 vegna innleiðingar á XX. viðauka tilskipunar 2014/52/ESB).

Skýrsla um stofnun hálendisþjóðgarðs
Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands hefur skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, skýrslu um þjóðgarð á miðhálendinu. Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætisráðuneytis.

Niðurstöður PISA 2018 liggja fyrir
Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum.

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2020-2021
Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2020-2021 er lokið.

Kjarasamningar við iðnaðarmenn samþykktir
Í dag lauk rafrænni atkvæðagreiðslu hjá stéttarfélögunum Samiðn, Matvís og VM, félagi vélstjóra og málmtæknimanna vegna kjarasamnings sem undirritaður var þann 13. nóvember sl.

Starf lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing á lögfræði- og velferðarsviði.