Lykiltölur um leik- og grunnskóla
Komið er út yfirlit yfir lykiltölur um skólahald í leik- og grunnskólum vegna ársins 2019. Um er að ræða fjölbreytt safn lykiltalna. Má þar nefna menntun starfsfólks, fjölda stöðugilda, rekstrarkostnað á hvern nemanda/heilsdagsígildi og svo kostnað vegna fræðslumála sem hlutfall af skatttekjum sveitarfélaga.

Fréttir og tilkynningar
Umhverfis- og tæknimál
Fundir með sveitarfélögum um meðhöndlun úrgangs og hringrásarhagkerfið
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur leitað eftir samtali við sambandið um fundi með sveitarfélögum um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 (mál 6/2021) og drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis (mál 11/2021) en bæði þessi mál hafa birst nýlega í samráðsgátt stjórnvalda.
Lesa
Fræðslumál
Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir
Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2021-2022. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2021.
Lesa
Félagsþjónusta
Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
Velferðarnefnd Alþingis er nú með frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í umsagnarferli. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur haft víðtækt samráð við sveitarfélögin og starfsmenn þeirra í gerð umsagnar þess. Meðal annars var bryddað uppá þeirri nýjung að halda fjarfund þar sem hátt í 130 manns tóku þátt.
Lesa
Fjármál
Umhverfis- og tæknimál
5,5 milljarðar á tíu árum í framkvæmdir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Frá stofnun Framkvæmdasjóðs ferðamanna árið 2011 hefur 5,5 milljörðum króna verið úthlutað til stórra og smárra verkefna um land allt. Verkefnin snúa að náttúruvernd og öryggi, uppbyggingu ferðamannastaða og hönnunar og skipulags.
Lesa
Fræðslumál
Stöðumat fyrir nemendur af erlendum uppruna nú aðgengilegt á 40 tungumálum
Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað hratt hér á landi og mikil þörf hefur verið fyrir matstæki til að meta námslega stöðu þeirra. Slíkt heildstætt matstæki er nú komið í notkun, á íslensku og um 40 öðrum tungumálum og er það aðgengilegt öllum á vef Menntamálastofnunar.
Lesa
Stjórnsýsla
Upplýsingasíða vegna hamfaranna á Seyðisfirði
Sett hefur verið upp sérstök upplýsingasíða á vefsvæðinu Ísland.is vegna hamfaranna sem urðu á Seyðisfirði í desember sl. Þar er að finna upplýsingar um verkefni á vegum stjórnvalda og ýmissa stofnana sem þegar eru í framkvæmd og eru fyrirhuguð vegna hamfaranna.
Lesa
Umhverfis- og tæknimál
Fundur um stuðning ríkisins vegna fráveituframkvæmda
Samband íslenskra sveitarfélaga og Samorka boða til sameiginlegs fundar um stuðning ríkisins við sveitarfélög vegna fráveituframkvæmda. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 14. janúar kl. 13:00 í gegnum Microsoft Teams forritið.
Lesa
Stjórnsýsla
Frumvarp tengt sveitarfélögum og Covid-19
Í samráðsgátt stjórnvalda var til umsagnar drög að frumvarpi er snýr að breytingum á ýmsum lögum tengdum sveitarfélögum og Covid-19 og má þar finna drög að frumvarpi ásamt umsögnum.
Lesa
Næstu viðburðir
Sveitarfélögin
-
Landið allt
364.134 Íbúar69 Sveitarfélög -
Höfuðborgarsvæðið
233.034 Íbúar7 Sveitarfélög -
Suðurnes
27.829 Íbúar4 Sveitarfélög -
Vesturland
16.662 Íbúar10 Sveitarfélög -
Vestfirðir
7.115 Íbúar9 Sveitarfélög -
Norðurland vestra
7.322 Íbúar7 Sveitarfélög -
Norðurland eystra
30.600 Íbúar13 Sveitarfélög -
Austurland
10.739 Íbúar4 Sveitarfélög -
Suðurland
30.833 Íbúar15 Sveitarfélög