Fréttir og tilkynningar

14.2.2019 Skipulags- og byggðamál : Eitt leiðarkerfi fyrir allar almenningssamgöngur

Lögð hafa verið fram til kynningar drög að fyrstu heildarstefnu ríkisins í almenningssamgöngum. Markmið stefnunnar er að stuðla að umhverfisvænni, öruggari og þjóðhagslega hagkvæmari umferð um land allt samfara aukinni notkun almenningssamganga. Þá eru almenningssamgöngur skilgreindar út frá einu og samþættu leiðarkerfi fyrir flug, ferjur og almenningsvagna á öllu landinu. . 

14.2.2019 Félagsþjónusta og forvarnamál : Starf félagsþjónustufulltrúa sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu sérfræðings í málefnum félagsþjónustu sveitarfélaga á lögfræði- og velferðarsviði. Félagsþjónustufulltrúi starfar ásamt öðrum sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem tengjast félagsþjónustu sveitarfélaga og öðrum velferðarmálum sem varða starfsemi sveitarfélaga.

14.2.2019 Stjórnsýsla : Kynningarfundur um heimsmarkmiðin og sveitarfélögin í beinni

Streymt verður beint frá kynningarfundinum um heimsmarkmiðin og sveitarfélögin, á vef sambandsins. Fundurinn fer fram á Grand hóteli föstudaginn 15. febrúar kl. 13:00 til 16:30. 

11.2.2019 Þróunar- og alþjóðamál : Mikill áhugi hjá sænskum sveitarfélögum á heimsmarkmiðunum

Glokala Sverige - Agenda 2030 er yfirskrift þriggja ára samstarfs- og fræðsluverkefnis um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem SKL, samtök sveitarfélaga og svæða, standa fyrir í samstarfi við Félag Samneinuðu þjóðanna í Svíþjóð. Heimsmarkmiðin hafa áunnið sér sess innan vébanda samtakanna sem hagnýtt tæki til innleiðingar á aðferðum sjálfbærrar þróunar.

8.2.2019 Félagsþjónusta og forvarnamál : Skora á ríkið að hefja viðræður vegna hjúkrunarheimilanna

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu skora á Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið að hefja nú þegar markvissar og raunhæfar viðræður við samtökin og Samband íslenskra sveitarfélaga um þjónustu hjúkrunarheimila, sem og þjónustu í dagdvalarrýmum. Ef fram heldur sem horfir verður þjónustuskerðing óhjákvæmileg vegna þeirrar rýrnunar sem átt hefur sér stað á verðgildi fjárveitinga samfara kostnaðarhækkunum undanfarinna missera. 

Hagvoxtur-landshluta-2016-2018

8.2.2019 Skipulags- og byggðamál : Hagvöxtur landshluta 2008-2016

Hagvöxtur var 15-18% í þeim landshlutum sem hann var mestur á árunum 2016-2018 og talsvert yfir landsmeðaltali sem nam 10% á þessu árabili. Þetta er að meðal þess sem kemur fram í Hagvöxtur landshluta 2008-2016 sem kom nýlega út. Skýrslan er unnin af Dr. Sigurði Jóhannessyni hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í samvinnu við þróunarsvið Byggðastofnunar.

Brakarborg3

6.2.2019 Skólamál : Seltjarnarnesbær hlýtur Orðsporið 2019

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, tók í dag við Orðsporinu 2019 - hvatningarverðlaunum sem afhent eru á Degi leikskólans. Verðlaunin voru veitt því sveitarfélagi sem þykir hafa skarað fram úr við að bæta starfsaðstæður og starfskjör leikskólakennara umfram kjarasamning.

4.2.2019 Stjórnsýsla : Frumvarp um lækkun kosningaaldurs endurflutt

Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir til þess að taka til umfjöllunar beiðni sem þeim hefur borist frá nefndasviði Alþingis, þar sem óskað er eftir umsögnum um frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur) 356. mál. 

4.2.2019 Skólamál : Fræðslumyndbönd um vellíðan leikskólabarna

Embætti landlæknis hefur gefið út fjögur fræðslumyndbönd fyrir foreldra leikskólabarna og starfsfólk leikskóla. Myndböndin eru hluti af aðgerðaráætlun um lýðheilsustefnu frá 2016, en þar er m.a. kveðið á um framleiðslu á fræðsluefni um hvíld, skipulagða hreyfingu, útivist, næringu og geðrækt barna í leikskólum.

1.2.2019 Skólamál : Reglur um notkun eigin snjalltækja í skólatíma

Í dag tóku formlega gildi nýjar reglur um notkun snjalltækja í grunnskólum Fjarðabyggðar. Reglurnar eru setta í því skyni, að hlífa börnum við þeim vandamálum sem fylgja aukinni snjalltækjanotkun. Fjarðabyggð hefur þar með bæst við þann vaxandi hóp sveitarfélaga sem stemmt hafa stigu við notkun snjalltækja í skólatíma.

 

Sjá allar fréttir


Næstu viðburðir Sjá alla viðburði

Viðburðir

18.02.2019 Fundir og ráðstefnur Umræðu- og upplýsingafundur um NPA

Umræðu- og upplýsingafundur um NPA

Sjá nánar

28.03.2019 Fundir og ráðstefnur Loftslagsráðstefna

Loftslagsráðstefna

Sjá nánar

29.03.2019 Fundir og ráðstefnur Landsþing sambandsins

Landsþing sambandsins

Sjá nánar

03.04.2019 - 05.04.2019 Fundir og ráðstefnur Ráðstefna um snjóflóðavarnir

Siglufirði

Sjá nánar

03.10.2019 - 04.10.2019 Fundir og ráðstefnur Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2019

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2019

Sjá nánar

Allir viðburðir