Fréttir og tilkynningar

Myvatn

15.8.2019 Stjórnsýsla : Þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga í samráðsgátt

Athygli sveitarstjórnarmanna er vakin á því að Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga er komin í samráðsgátt. Allir geta sent inn umsögn og ábendingar og því um að ræða mikilvægt tækifæri til að hafa áhrif á stefnuna. Umsóknarfrestur er til 10. september 2019.

PPP_PRD_090_3D_people-Cooperation

13.8.2019 Kjara- og starfsmannamál : Kjaraviðræður hefjast að nýju eftir hlé

Í morgun hófust kjaraviðræður samninganefndar sveitarfélaga að nýju eftir hlé sem gert var á viðræðum í júlí í samræmi við endurnýjaðar viðræðuáætlanir.

13.8.2019 Skipulags- og byggðamál : Aðgerðir í húsnæðismálum á landsbyggðinni

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent inn umsögn um tillögur í samráðsgátt sem eru settar fram í þremur liðum og snúa að stofnkostnaði íbúðabygginga, fjármögnun þeirra og leiðum til þess að efla leigumarkað. Heilt á litið er umsögnin afar jákvæð enda eru þær tillögur sem nú eru kynntar í góðu samræmi við áherslur í stefnumörkun sambandsins 2018-2022.

12.8.2019 Umhverfis- og tæknimál : Tækifæri til að auka samræmi í norrænni byggingarlöggjöf

Í um frumvarpi um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem nú liggur frammi til umsagnar í Samráðsgátt, er lagt til að tvær stofnanir, Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun, verði lagðar niður en í þeirra stað muni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast verkefni beggja stofnana.

23.7.2019 Kjara- og starfsmannamál : Verkalýðsfélag Akraness semur um endurskoðun viðræðuáætlunar við sambandið

Í morgun undirrituðu fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar aðila.

19.7.2019 Stjórnsýsla : Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga verður lokuð frá 22. júlí til 6. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Við óskum sveitarstjórnarmönnum, starfsmönnum sveitarfélaga og landsmönnum öllum gleðilegs sumars.

16.7.2019 Skipulags- og byggðamál : Veigamikil nýmæli og breytingar í nýjum umferðarlögum

Ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Meginmarkmið laganna er að vernda líf og heilsu vegfarenda með auknu umferðaröryggi þar sem jafnræðis er gætt milli vegfarenda. Lögin er afrakstur margra ára undirbúnings og heildarendurskoðunar á löggjöfinni í víðtæku samráði við almenning og hagsmunaaðila. Nýju lögin nr. 77/2019 taka gildi um næstu áramót eða 1. janúar 2020.

SIS_Lydraedi_mannrettindi_190x160

11.7.2019 Stjórnsýsla : Fræðsla í stað samþykkis

Með breytingu á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra, þurfa sveitarfélög ekki lengur að leita eftir samþykki skjólstæðings fyrir öflun og vinnslu gagna þegar veitt er þjónusta á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, þ.m.t. fjárhagsaðstoð, húsnæðismál o. fl.

19.fundur-EES-EFTA

10.7.2019 Þróunar- og alþjóðamál : Sjálfbær Evrópa 2030 og leiðbeiningar ESB um siðferðisleg álitamál tengd gervigreind

Sveitarstjórnarvettvangurinn fundaði í nítjánda sinn í Hurdal í Noregi 27.-28. júní 2019. Hann tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA samstarfinu. Í honum eiga sæti sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Íslandi og Noregi og tveir áheyrnarfulltrúar frá Sviss. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

9.7.2019 Fjármál : Staðgreiðsla útsvars á fyrri hluta árs 2019

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur tekið saman upplýsingar um tekjur sveitarfélaga af staðgreiðslu útsvars á fyrri hluta 2019 og borið hana saman við sömu mánuði í fyrra. Um er að ræða greidda staðgreiðslu útsvars frá febrúar til júní. Staðgreiðsla sem greidd er í janúar er að mestum hluta lagt á launagreiðslur ársins á undan og þess vegna er sá mánuður ekki tekinn með.

Sjá allar fréttir


Næstu viðburðir Sjá alla viðburði

Viðburðir

04.09.2019 - 05.09.2019 Fundir og ráðstefnur Landsfundur um jafnréttismál

Landsfundur um jafnréttismál

Sjá nánar

06.09.2019 Fundir og ráðstefnur Aukalandsþing sambandsins

Aukalandsþing sambandsins

Sjá nánar

12.09.2019 - 13.09.2019 Fundir og ráðstefnur Ársfundur SSV

20.09.2019 Fundir og ráðstefnur Málstofa um velferðartækni

27.09.2019 Fundir og ráðstefnur Hafnafundur 2019

02.10.2019 Fundir og ráðstefnur Forvarnardagurinn

03.10.2019 - 04.10.2019 Fundir og ráðstefnur Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2019

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2019

Sjá nánar

04.11.2019 Fundir og ráðstefnur Skólaþing sveitarfélaga

Skólaþing sveitarfélaga

Sjá nánar

08.11.2019 Fundir og ráðstefnur Skipulagsdagurinn

Allir viðburðir