Fréttir og tilkynningar

Yngvi

16.10.2018 Fjármál : Er rekstur sveitarfélaga sjálfbær?

Á nýafstaðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélaga flutti Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, yfirgripsmikið erindi þar sem hann velti fyrir sér spurningunni hvor sveitarfélög séu fjárhagslega sjálfbær.

Karl Björnsson

16.10.2018 Sjónarmið : Sveitarstjórnarmenn bera saman bækur sínar

Á nýafstöðnu landsþingi sambandsins sem haldið var á Akureyri 26.–28. september síðastliðinn hittust um 200 fulltrúar sveitarfélaga og áttu góða samvinnu um undirbúning að stefnumörkun sambandsins. Einnig var kosin ný stjórn til næstu fjögurra ára. Landsþingið tókst vel og ríkti almenn ánægja og einhugur í hópi sveitarstjórnarmanna.

12.10.2018 Fjármál : Fylgstu með málstofum fjármálaráðstefnunnar

Fjórar málstofur standa nú yfir á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Nálgast má upptökur af erindum og glærum fyrirlesara hér á vef sambandsins.

11.10.2018 Fjármál : Upptökur af fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

Nálgast má upptökur af öllum erindum sem flutt voru á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í dag hér á vef sambandsins ásamt glærum margra fyrirlesara. Upptökur af þeim fjórum málstofum sem fara fram fyrir hádegi á morgun, á síðari degi ráðstefnunnar, verða einnig aðgengilegar hér á vef sambandins.

11.10.2018 Fjármál : „Gljúfrið“ í þjónustu ríkis og sveitarfélaga

Nær væri að tala um gljúfur í opinberri þjónustu en grá svæði, að mati Önnu Gunnlaugar Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Þetta gljúfur, sem hefur myndast á þjónustumótum ríkis og sveitarfélaga, fari stækkandi verði ekkert að gert. 

11.10.2018 Fjármál : Látum heldur verkin tala

Engin hagræðing er fólgin í því að ýta kostnaði af einu stjórnsýslustigi yfir á það næsta, sagði Sigrún Þórarinsdóttir, félagsþjónustufulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga á fjármálaráðstefnu í dag. Sigrún fjallaði þar um svokölluð grá svæði í opinberri þjónustu.   

11.10.2018 Fjármál : Viðurkenna verður framlegðarþörf sveitarfélaga

Forsenda þess að sveitarfélög geti sinnt nauðsynlegri uppbyggingu og þróun vegna þeirra verkefna sem þau taka að sér, er að framlegðarþörf þeirra sé viðurkennd af hálfu ríkisins. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjallaði um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í erindi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í dag og þróun helstu stærða í þeim efnum. 

11.10.2018 Fjármál : Horfur góðar en hægir á vexti

Þrátt fyrir hagfelldar horfur ríkir talsverð óvissa í efnahagsmálum, að sögn Hennýjar Hinz, hagfræðings ASÍ, sem fjallaði um horfur í þjóðarbúskapnum á fjármálaráðstefnunni í dag. Samkeppnisstaða í ferðaþjónustu hefur farið versnandi með hækkandi raungengi og olíuverðshækkanir hafa aukið óvissu í flugrekstri. 

11.10.2018 Fjármál : Núverandi samspil fjármálareglna og fjárfestinga er óheppilegt

Fjáramálareglur sveitarstjórnarlaga torvelda fjárfestingar þegar illa árar en hvetja til aukinna fjárfestinga í góðæri. Skoða þarf betur þetta samspil, sem er að mati Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, óheppilegt til langs tíma fyrir hagþróun.

11.10.2018 Fjármál : Þegar vel árar á að lækka skuldir

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ítrekaði í ávarpi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í dag, áhuga sinn á því að efla sveitarstjórnarstigið með fækkun og stækkun sveitarfélaga. Ráðherra hvatti enn fremur til þess að sveitarfélögin sættu lagi og lækkuðu enn frekar skuldir sínar, nú þegar vel árar og lagði til að núverandi skuldahlutfall í lögum lækki úr 150% í 120%.

Sjá allar fréttir


Næstu viðburðir Sjá alla viðburði

Viðburðir

16.10.2018 - 17.10.2018 Fundir og ráðstefnur Byggðaráðstefnan 2018

Byggðaráðstefnan 2018 í Stykkishólmi

Sjá nánar

18.10.2018 - 19.10.2018 Fundir og ráðstefnur Ársþing SASS 2018

Ársþing SASS 2018

Sjá nánar

19.10.2018 Námskeið Námskeið fyrir kjörna fulltrúa á Norðurlandi eystra

Námskeið fyrir kjörna fulltrúa á Norðurlandi eystra

Sjá nánar

25.10.2018 - 26.10.2018 Fundir og ráðstefnur Hafnasambandsþing

Hafnasambandsþing

Sjá nánar

08.11.2018 Fundir og ráðstefnur Ársfundur UST, náttúruverndarnefnda og forstöðumanna náttúrustofa

Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda og forstöðumanna náttúrustofa

Sjá nánar

09.11.2018 Fundir og ráðstefnur Umhverfisþing

Umhverfisþing

Sjá nánar

Allir viðburðir