Aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19

Alþingi hefur á undanförnum vikum fjallað um tvo aðgerðapakka til að bregðast við afleiðingum COVID-19 heimsfaraldursins. Í báðum tilvikum er um að ræða bandorma um breytingar á ýmsum lögum auk samþykktar sérstakra fjáraukalaga þar sem kveðið er á um fjármögnun aðgerða.

Tilefni þykir til að gera stuttlega grein fyrir þeim aðgerðum sem snúa ýmist beint eða óbeint að sveitarfélögum ásamt tengingum þeirra við viðspyrnuáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. mars 2020.

Sjá nánar

Fréttir og tilkynningar

Kjara- og starfsmannamál

Starfskjör sveitarstjórnarfólks könnuð

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur gert könnun á starfskjörum sveitarstjórnarfólk og eru niðurstöður birtar í skýrslu sem nálgast má hér. Slíkar kannanir hafa verið gerðar annað hvert ár allt frá árinu 2002 og er þetta í tíunda könnunin sem hefur verið gerð.
Lesa
Brussel

21. fundur Sveitarstjórnarvettvangs EES-EFTA

Sveitarstjórnarvettvangur EES-EFTA fundaði í tuttugasta og fyrsta sinn 19. júní 2020. Á fundinum, sem fram fór með fjarfundarbúnaði, var fjallað um áhrif COVID-19 faraldursins á samstarf EFTA ríkjanna og Evrópusambandsins (ESB) og hvernig EES samningurinn virkaði við þær fordæmalausu aðstæður sem sköpuðust.
Lesa
Kjara- og starfsmannamál

Sambandið skrifar undir samning við fjögur BHM

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarðs, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélags lögfræðingaundirrituðu nýjan kjarasamning miðvikudaginn 1. júlí.
Lesa
Fjármál

Endurskoðaðar áætlanir um framlög úr jöfnunarsjóði

Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur lagt fram tillögur til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um nýjar og endurskoðaðar áætlanir um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Lesa
Sambandið

Öflugur málsvari sveitarfélaga í 75 ár

Sveitarstjórnarmenn fagna því að nú í júní eru liðin 75 ár frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga var stofnað. Árið 1945, þann 11. júní, komu sveitarstjórnarmenn saman til þriggja daga stofnfundar í Alþingishúsinu og markar sá dagur upphaf samstarfs sveitarfélaga á Íslandi.
Lesa
Fræðslumál

Náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum á Íslandi

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á nýútkominni skýrslu um náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum á Íslandi. Skýrslan byggir á rannsókn sem gerð var veturinn 2018-2019 af Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri fyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Lesa
Sambandið

Skrifstofan lokuð 19. júní

Skrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verður lokuð föstudaginn 19. júní nk. vegna starfsmannaferðar. Við opnum að nýju mánudaginn 22. júní.
Lesa
Fjármál

Endurgreiðsla virðisaukaskatts

Sveitarfélög geta fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna ákveðinnar vinnu sem innt er að hendi innan tímabilsins 1. mars 2020 og til og með 31. desember 2020.
Lesa
Allar fréttir

Sveitarfélögin

  • Landið allt

    364.134 Íbúar
    72 Sveitarfélög