Betri vinnutími

Tímamótasamkomulag um styttingu vinnutíma náðist í kjarasamningum opinberra starfsmanna á vormánuðum árið 2020.

Markmið styttingar vinnutímans er að bæta lífskjör og auðvelda samræmi á milli vinnu og einkalífs. Styttingin hefur einnig það að markmiði að bæta vinnustaðamenningu og auka skilvirkni og þjónustu. Hún byggir á gagnkvæmum sveigjanleika og getur þannig stuðlað að bættum lífskjörum.

Sambandið hefur útbúið vefsíðu þar sem farið er yfir mögulegar útfærslur á styttingu vinnutímans og leiðbeiningar um framkvæmd breytinganna sem eiga að leiða til betri vinnutíma.

Betri vinnutími

Fréttir og tilkynningar

Fjármál Fræðslumál

Viðmiðunargjaldskrá leikskóla 2020

Út er komin viðmiðunargjaldskrá vegna leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2020/2021.
Lesa
Umhverfis- og tæknimál

Loftslagsvænar framfarir í kjölfar COVID-19

Loftslagsráð og sendiráð Bretlands á Íslandi bjóða til málfundar um loftslagsmál þriðjudaginn 10. nóvember kl. 14:30 til 16:00 í beinu streymi á netinu. Tilgangur fundarins er að hvetja til samstöðu og ábyrgðar stjórnmálamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra þegar kemur að loftslagsmálum.
Lesa
Brussel

ESB bindur vonir við skyndipróf og bóluefni

Covid-19 farsóttin hefur verið á uppleið hvarvetna í Evrópu síðustu vikur og á blaðamannafundi í kjölfar leiðtogafundar ESB þann 29. október síðastliðinn sagði Charles Michel, forseti ráðherraráðs ESB, að umræður fundarins hefðu einkum snúist um samræmdar aðgerðir tengdar sýnatöku og rakningu annars vegar og dreifingu bóluefnis hins vegar.
Lesa
Stjórnsýsla

Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi 31. október

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi laugardaginn 31. október. Sömu reglur munu gilda um allt land. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður. Allt íþróttastarf verður óheimilt og sviðslistir sömuleiðis.
Lesa
Fjármál

Helstu kröfur sambandsins í umsögn um fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarp

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent fjárlaganefnd umsögn um fjármálaáætlun 2021-2025 og fjárlagafrumvarp 2021. Í umsögninni er komið víða við.
Lesa
Félagsþjónusta

Ályktun Evrópusamtaka sveitarfélaga um félagsleg réttindi íbúa Evrópu

Starfsáætlun framkvæmdastjórnar ESB fyrir árið 2020 byggir á sex forgangsmálum. Eitt þeirra fjallar um „Efnahagskerfi sem sinnir þörfum almennings“ en þar skipa félagsleg réttindi stóran sess. Sérfræðinganefnd á vegum Evrópusamtaka sveitarfélaga, sem fjallar um málefni sem snúa að sveitarfélögum sem vinnuveitendur, fundaði um málið 20. október 2020.
Lesa
Kjara- og starfsmannamál

Félag grunnskólakennara samþykkir kjarasamning

Félag grunnskólakennara hefur samþykkt kjarasaming við Samband íslenskra sveitarfélaga með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Á kjörskrá voru 5.305, atkvæði greiddu 3.642 af þeim sögðu 2.667 já eða 73,23%.
Lesa
Umhverfis- og tæknimál

Verkfærakista sveitarfélaga í loftslagsmálum

Síðastliðinn mánudag fundaði samráðshópur sveitarfélaga um loftslagsmál og Heimsmarkmiðin undir yfirskriftinni Loftslagsmál – Hvaða verkfæri þurfa sveitarfélögin til að draga úr losun?
Lesa
Allar fréttir

Sveitarfélögin

  • Landið allt

    364.134 Íbúar
    69 Sveitarfélög

Upplýsingasíða vegna COVID-19