Skipulagsmál

Skipu­lags­dag­ur­inn 2025

Skipulagsdagurinn 2025 fer fram þann 23. október í Háteig á Grandhótel og verður í beinu streymi.

23. október 2025

Kl. 13:04

Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna um skipulagsmál þar sem fjallað er um það sem er efst á baugi í málaflokknum hverju sinni. Sem fyrr verður dagskráin fjölbreytt með erindum framsögufólks úr ólíkum áttum, umræðum og spjalli þar sem tækifæri gefst til að skiptast á hugmyndum.

Áhugasöm, almenningur og öll þau sem með einum eða öðrum hætti koma að skipulagi eru hvött til að koma og vera með, hlýða á erindi og eiga samtal um skipulagsmál.

Á vef Skipulagsstofnunar má bæta viðburðinum í dagatalið og nálgast upplýsingar um dagskrá og skráningu þegar nær dregur.

Fylgist með og takið daginn frá!