Fara í aðalefni

Rekst­ur sveit­ar­fé­laga

Afkoma A-hluta sveitarfélaga árið 2023 batnaði aðeins frá fyrra ári en rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði batnar um 18,5 milljarða króna á milli ára. Rekstrarniðurstaða ársins var neikvæð um milljarð króna í stað 21 milljarða taps árið 2022 sem fyrst og fremst skýrist af háum fjármagnsgjöldum.

Skuldahlutfall A-hluta sveitarfélaga lækkar lítillega á milli ára úr 114% niður í 112%. Ef við horfum á A hluta sveitarfélaga þá jukust tekjur um 14% á milli ára á meðan að rekstrarkostnaður jókst um 10% á sama tíma.

Veltufé frá rekstri eykst nokkuð á milli ára, úr 3,7% í 8,3%, en viðvarandi há verðbólga og háir vextir gera það að verkum að fjármagnsliðir eru svipaðir á milli ára og heildarafkoma sveitarfélaganna því neikvæð.