Fara í aðalefni

Þjón­ustu­gátt

Þjónustugátt Sambandsins fór í loftið vorið 2024 og er tilgangur hennar að auka og efla þjónustu við sveitarfélögin og nýta mannauð sambandsins betur. Þjónustugáttinni er ætlað að taka á móti öllum spurningum og fyrirspurnum frá kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga og landshlutasamtaka. Í gegnum hana er erindum svarað beint í samráði við þá sérfræðinga sem þekkja best til þess málaflokks sem um ræðir. Hægt er að senda tölvupóst á thjonusta@samband.is

Ef um viðkvæmt mál er að ræða þá er hægt að óska eftir að einhver ákveðinn sérfræðingur hafi samband. Einnig er hægt að óska eftir símtali í gegnum þjónustugáttina.

Björg - snjallmenni

Opnað hefur verið fyrir aðgang að Björgu - gervigreindarlausn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er aðgengileg starfsfólki sveitarfélaga og kjörnum fulltrúum. Björg er hönnuð með það markmið að styðja sveitarfélög við að taka upplýstar ákvarðanir, bæta þjónustu og auka skilvirkni í starfsemi sinni. Lausnin nýtir gervigreind til að vinna úr gögnum á hraðan og áreiðanlegan hátt, og býður upp á nýja möguleika í stjórnsýslu og rekstri sveitarfélaga. Jafnframt er hún stuðningur við sérfræðinga Sambandsins þegar kemur að því að svara fyrirspurnum frá sveitarfélögum.

Við hvetjum starfsfólk sveitarfélaga og kjörna fulltrúa til að kynna sér þessa spennandi lausn og kanna hvernig hún getur haft jákvæð áhrif á dagleg störf.

Smelltu hér ef þú vilt fá aðgang að Björgu.