Fjármál

Um­sögn Sam­bands­ins um fjár­mála­á­ætl­un fyr­ir árin 2026- 2030

30. apríl 2025

Sambandið hefur sent inn umsögn um fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030. Þar er tekið undir með ríkisstjórninni að opinberir innviðir eru forsenda verðmætasköpunar hér á landi.

Umsögn um fjármálaáætlun fyrir árin 2026- 2030

Svo að innviðaskuld hamli ekki verðmætasköpun er þörf á mikilli fjárfestingu í opinberum innviðum. Til að styðja við innviðafjárfestingu sveitarfélaga og vinna á innviðaskuldinni leggur Sambandið áherslu á að virðisaukaskattur af mikilvægum innviðaframkvæmdum verði endurgreiddur en sveitarfélög bera nær fullan innskatt af fjárfestingu.

Þá fagnar Sambandið áherslu ríkisstjórnarinnar á mikilvæga innviði en ítrekar að nærsamfélög orkuvinnslu þurfi að fá sanngjarnan ávinning af orkuframleiðslunni. Orkuframleiðendur eru í dag skattlagðir með sama hætti og önnur fyrirtæki ef frá er talin undanþága á fasteignaskatti af stærstum hluta mannvirkja þeirra.

Loks minnir Sambandið á mikilvægi ítarlegra greininga og samráðs við sveitarfélögin vegna lagafrumvarpa og annarra stefnumótandi ákvarðana á sveitarfélögin. Sambandið telur aukna fjármuni til þjónustu við viðkvæma hópa tímabæra en minnir á forvirkar aðgerðir og þörf á samþættari þjónustu. Þá geldur Sambandið varhug við samdrætti í fjármögnun menntamála og ítrekar hagræðingarmöguleika aukinnar samvinnu ríkis og sveitarfélaga í stafrænni þjónustu.