Sveitarfélög

Nýtt byggð­ar­merki Vest­ur­byggð­ar

25. ágúst 2025

Vesturbyggð hefur tekið upp nýtt byggðarmerki. Hið nýja merki var hannað af hönn­un­ar­stof­unni Kolofon.

Í frétt á vef Vesturbyggðar segir m.a. að í kjölfar sameiningar Vesturbyggðar „hinnar fyrri“ og Tálknafjarðarhrepps árið 2024 hafi verið ákveðið að efna til opinnar hönnunarsamkeppni um nýtt byggðarmerki. Keppnin stóð yfir frá 28. maí til 8. júlí 2025. Alls bárust 56 fjölbreyttar tillögur frá hönnuðum alls staðar að sem endurpegluðu náttúru, menningu og sögu svæðisins.

Dómnefnd valdi að lokum tillögu frá hönnunarstofunni Kolofon.

Í lýsingu dómnefndar á merkinu segir:

„Byggðrmerkið er leikur að sjónrænu formi, sem bæði minnir á öldur og er um leið teikning af firði á milli fjallahlíða.

Úr forminu má einnig lesa bókstafinn V, sem tilvísun í nafn sveitarfélagsins.

Merkið kinkar enn fremur kolli til þess merkis sem er talið vera elsta skjaldarmerki Íslands, frá 1258. Merkið var þverröndótt með 6 bláum röndum á silfurskildi.“

Nánar má lesa um byggðarmerkið og dómnefndina á vef Vesturbyggðar.