Umhverfis Ísland

Spenn­andi styrk­tæki­færi í orku­mál­um

21. ágúst 2025

Sambandið vekur athygli sveitarfélaga á kynningarfundi um orkusamfélög (energy communities) og styrktækifæri tengd þeim á vegum European Energy Communities Facility (ENERCOM). Kynningarfundurinn er skipulagður af Íslenskri Nýorku og verður haldin rafrænt þriðjudaginn 26. ágúst kl. 9.30.  

Á fundinum verða styrkir á vegum ENERCOM kynntir ásamt umsóknarferli, en meðal styrkjatækifæra er styrkur upp á 45.000 evrur til að þróa viðskiptaáætlun fyrir orkuverkefni innan samfélaga (community energy project).  

ENERCOM er evrópuverkefni sem hefur það að hlutverki að styðja við þróun svokallaðra orkusamfélaga í Evrópu. 

Sambandið hvetur sveitarfélög til að fylgjast með kynningarfundinum næstkomandi þriðjudag.  

Skráning á fundinn: 
https://forms.gle/FQNsQQouVXUuFN639  

Frekari upplýsingar um verkefnið og styrkina: 
https://energycommunitiesfacility.eu