Stefnumörkun

Á landsþingum Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldin eru árlega, fer fram stefnumörkun fyrir sambandið.

Á þeim landsþingum sem haldin eru að hausti að loknum sveitarstjórnarkosnum á fjögurra ára fresti eru lagðar meginlínur í stefnumótuninni til næstu fjögurra ára. Á landsþingum þar á eftir er stefnan nánar útfærð og stjórn sambandsins samþykkir síðan nánari aðgerðaáætlun sem stjórn og starfsmenn sambandsins vinna eftir.

Stjórn sambandsins vinnur og samþykkir stefnumótun í einstökum málaflokkum sem byggir á þeirri stefnu sem landsþing samþykkir á hverjum tíma. Þegar hafa verið samþykktar stefnur fyrir sambandið í skólamálum, innflytjendamálum, úrgangsmálum og byggðamálum, en sú stefna er í endurskoðun.