Sveitarfélagaskólinn er fræðsluvettvangur með stafrænum námskeiðum fyrir kjörna fulltrúa, nefndafólk og stjórnendur sveitarfélaga. Framleiðsla og hýsing námskeiða er unnin í samstarfi við Opna háskólann í Reykjavík en öll efnistök eru á ábyrgð Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Námsleiðirnar í Sveitarfélagaskólanum eru þrjár og eru opnar öllum þátttakendum skólans. Námsleiðirnar heita „Sveitarstjórn í hnotskurn“, „Störf í nefndum sveitarfélaga“ og að lokum „Stjórnendur í sveitarfélögum“.

Greitt er árgjald fyrir aðgang að Sveitarfélagaskólanum og er viðmiðunartímabilið frá júnímánuði hvers árs til júnímánaðar næsta árs. Árgjald er nú 10.000 krónur á hvern þátttakanda en sú upphæð er endurskoðuð árlega.

Sért þú þegar með aðgang að Sveitarfélagaskólanum má smella á innskráningarhnappinn hér fyrir neðan. Ef þú vilt sækja um aðgang að skólanum þá smellir þú á „Nýskráning“.

Innskráning í Sveitarfélagaskólann

Ekki með aðgang - Nýskráning