
Sveitarfélagaskólinn er afurð samstarfs sambandsins og Opna háskólans í Reykjavík. Um er að ræða stafrænan vettvang með námskeiðum fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga. Aðrir áhugasamir aðilar geta einnig keypt aðgang að Sveitarfélagaskólanum. Smelltu hér til að nýskrá þig í skólann. Athugið að það geta liðið 2-3 dagar áður en þátttakandi fær sent lykilorð frá Opna háskólanum í Reykjavík og aðgangur verður virkur.
Ekki með aðgang - Nýskráning
Ef upp koma vandamál vegna skráningar, er best að hafa samband við Opna háskólann í Reykjavík með því að senda upplýsingar um vandamálið á netfangið opnihaskolinn@opnihaskolinn.is.
Greitt er árgjald fyrir aðgang að Sveitarfélagaskólanum og er viðmiðunartímabilið frá júnímánuði hvers árs til júnímánaðar næsta árs. Árgjald er nú 10.000 krónur á hvern þátttakanda en sú upphæð er endurskoðuð árlega.
Hér má nálgast yfirlit yfir námskeiðin níu í skólanum og innihald þeirra. Í vinnslu eru fjögur stafræn nefndanámskeið, þ.e. Málefni barna, Velferðarmál fullorðinna, Skipulags- og umhverfismál og Heimsmarkmið og fleiri stjórntæki. Stefnt er að því að birta þessi námskeið í Sveitarfélagaskólanum í júní 2023, þegar nýtt áskriftartímabil hefst.
Þá er vakin athyli á því að sambandið hefur keypt þrjú viðbótarnámskeið af Háskólanum í Reykjavík, sem þegar eru aðgengileg öllum þátttakendum Sveitarfélagaskólans. Þessi viðbót hefur ekki áhrif á árgjald vegna skólans. Vonir standa til að námskeiðin gagnist einnig stjórnendum og öðru starfsfólki í ráðhúsum sveitarfélaga sem og stofnunum þess.
Námskeiðin sem um ræðir eru:
- Að lifa breytingar -breytingastjórnun
- Mannauðsstjórnunarhlutverk stjórnenda
- Tæknisjálfstraustið
Vonir sambandsins standa til þess að með Sveitarfélagaskólanum verði námsefnið aðgengilegt og gagnlegt fyrir þátttakendur, en einnig að námskeiðin efli sveitarstjórnarfólk og starfsfólk sveitarfélaga til góðra starfa.