Starfsemi Sambands íslenskra sveitarfélaga er mjög fjölþætt, enda er hlutverk þess víðtækt, eins og það er skilgreint í samþykktum sambandsins. Meginhlutverk sambandsins er að vera sameiginlegur málsvari sveitarfélaganna í landinu og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum þeirra og samstarfi.
Á landsþingi sambandsins á fjögurra ára fresti er samþykkt stefnumörkun fyrir yfirstandandi kjörtímabil, sem nær til flestra meginþátta í starfsemi sambandsins og sveitarfélaga og nýtist sem sterk leiðsögn við ákvarðanatöku stjórnar og vinnu starfsfólks sambandsins á hverjum tíma.
Stjórn og starfsmenn sambandsins þurfa að hafa samskipti við ríkisvaldið - Alþingi og stjórnarráðið - og taka þátt í undirbúningi mála, veita umsagnir um þingmál og drög að þingmálum, og koma á framfæri með einum eða öðrum hætti stefnumálum sambandsins og sameiginlegum hagsmunamálum sveitarfélaganna.
Síðast en ekki síst þjónar sambandið sveitarfélögum á sviði vinnumarkaðsmála, annast kjarasamningsgerð og hefur fyrirsvar í kjaramálum fyrir þau sveitarfélög sem veita umboð sitt til þess og sinnir upplýsingagjöf til sveitarfélaga um kjaramál. Hefur þessi þáttur starfseminni vaxið á síðustu árum.