Fréttir og tilkynningar
Innleiðing heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum
Sambandið stóð fyrir fræðslufundi 29. mars sl. um innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum. Fundurinn var sérstaklega ætlaður sveitarfélögum sem eru ekki byrjuð að vinna með markmiðin.
Lengi býr að fyrstu gerð – eflum þekkingu ungmenna á mikilvægi vinnuverndar
Vinnueftirlitið hefur tekið þátt í að gera og gefa út samnorrænt kennsluefni um vinnuumhverfi ætlað ungmennum. Efnið er aðgengilegt á íslensku.
Umsögn um fráveitutilskipun kynnt fyrir ráðherra
Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga kynntu fyrir ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála sameiginlega umsögn sambandsins og Samorku um tillögu Evrópusambandsins að endurskoðaðri tilskipun um fráveitur.
Önnur könnun sambandsins um innleiðingu hringrásarhagkerfis
Nú þegar hafa borist 36 svör við fyrstu könnun en fresturinn framlengdur um 1. apríl ásamt því að könnun númer tvö hefur verið send út.
Samhæfingarteymi um móttöku flóttafólks sett á laggirnar
Forsætisráðuneytið hefur sett á laggirnar samhæfingarteymi um móttöku flóttafólks.
Umsagnarfrestur um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga framlengdur
Innviðaráðuneytið hefur ákveðið að framlengja umsagnarfrest um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til 30. mars.
Meðhöndlun dýraleifa í ólestri
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og sambandið stóðu nýlega að gerð minnisblaðs um ráðstöfun dýraleifa. Í tengslum við vinnu að svæðisáætlanahluta átaksins Samtaka um hringrásarhagkerfi kom í ljós að kanna þurfti betur umgjörð meðhöndlunar á dýraleifum.
Óskað eftir sveitarfélögum til að innleiða Borgað þegar hent er
Sveitarfélög hafa unnið að því að innleiða Borgað þegar hent er (BÞHE) kerfi sem aðferð við innheimtu fyrir meðhöndlun úrgangs (sorphirðugjöld) með aðstoð sambandsins í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS).
Kannanir sambandsins um innleiðingu hringrásarhagkerfis
Um áramótin tóku gildi ný lög vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis þar sem og sveitarfélög gegna lykilhlutverki. Samband íslenskra sveitarfélaga setur nú á fót röð kannana til að kanna stöðu innleiðingar laganna.
Hækkun tekju- og eignamarka vegna sérstaks húsnæðisstuðnings
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið fyrir árið 2023 í leiðbeiningum ráðherra til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjenda.
Sveitarfélag ársins – könnun
Könnun um sveitarfélag ársins stendur nú fyrir dyrum. Er þetta í annað sinn sem könnun sem þessi er framkvæmd en árið 2022 hlaut Grímsnes- og Grafningshreppur viðurkenninguna.
Opið fyrir tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2023
Íslensku menntaverðlaunin verða afhent að Bessastöðum í nóvember næstkomandi og nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar.
Könnun á stöðu heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum vegna skýrslu Íslands til Sameinuðu þjóðanna
Á ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna í júlí nk. mun forsætisráðherra kynna skýrslu um stöðu innleiðingar heimsmarkmiðanna á Íslandi. Sambandinu hefur, f.h. íslenskra sveitarfélaga, verið boðið að taka þátt í skýrslugerðinni.
Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga kynntar í samráðsgátt
Gagngerar breytingar verða gerðar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samkvæmt tillögum sem birtar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda. Breytingarnar miða að því að styrkja jöfnunarhlutverk sjóðsins og mæta miklum breytingum sem hafa orðið í samfélaginu.
Samræmd fræðsla og upplýsingagjöf sem ein undirstaða hringrásarhagkerfis
Samband íslenskra sveitarfélaga efnir til opins fjarfundar undir yfirskriftinni Samræmd fræðsla og upplýsingagjöf sem ein undirstaða hringrásarhagkerfis miðvikudaginn 22. mars kl. 10:00 til 11:30.
Innleiðingaráætlun stafræns pósthólfs
Í lögum um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda nr. 105/2021 kemur fram að öllum opinberum aðilum sé skylt að birta ákveðnar tegundir gagna í stafrænu pósthólfi fyrir 1. janúar 2025.
Stjórnkerfi um sjókvíaeldi þarfnast gagngerrar endurskoðunar
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaaeldi er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.