Fréttir og tilkynningar
Handbók um framkvæmd úrgangsstjórnunar komin út
Handbók um framkvæmd úrgangsstjórnunar hefur verið gefin út og er birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Um er að ræða vegvísi sveitarfélaga í úrgangsmálum sem fjallar um þær stefnumótandi ákvarðanir og þjónustu sem sveitarstjórnum eru faldar samkvæmt lögum.
Sérfræðingur í málefnum barna
Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða sérfræðing í málefnum barna
Starfshópur um innleiðingu barnaverndarlaga
Í mars sl. tók starfshópur um innleiðingu barnaverndarlaga til starfa sem var skipaður af mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Enginn afgangur af rekstri
Hag- og upplýsingasvið hefur nú safnað saman ársreikningum A-hluta 64 af þeim 69 sveitarfélögum sem við lýði voru árið 2021. Í þessum sveitarfélögum búa yfir 99% landsmanna.
Viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk undirrituð
Þann 21. júní sl. undirrituðu félags- og vinnumarkaðsráðherra, heilbrigðisráðherra, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og formaður Landsambands eldri borgara, viljayfirlýsingu um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.
Innleiðing aðgerðaáætlunar um geðrækt, forvarnir og stuðning við börn og ungmenni
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, mun í haust hefja undirbúning að innleiðingu aðgerðaáætlunar um geðrækt, forvarnir og stuðning við börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum.
Byggðaáætlun 2022-2036 samþykkt á Alþingi
Alþingi samþykkti 15. júní sl. þingsályktunartillögu innviðaráðherra um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2022-2026.
Frumvarp til að rampa upp Ísland
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Í frumvarpinu er Jöfnunarsjóði sveitarfélaga heimilað, á grundvelli samnings, að ráðstafa framlagi úr fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að upphæð 50 millj. kr. árlega á árunum 2022–2025 til verkefnisins Römpum upp Ísland , í þeim tilgangi að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk á landsvísu.
Skyldur sveitarfélaga í jafnréttismálum skv. lögum
Jafnréttisstofa vekur athygli sveitarstjórna á ákvæði laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem lúta að skyldum sveitarfélag auk laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála.
Stóraukin hætta á gróðureldum á Íslandi
Á síðustu árum hefur hættan á gróðureldum aukist talsvert hér á landi vegna vaxandi gróðursældar og breytinga á veðurfari. Ætla má samkvæmt tölfræði HMS að gróðureldar séu orðnir stór áhættuþáttur í náttúrunni hér á landi, enda geta þeir valdið miklu eigna- og manntjóni og kunna að skaða mikilvæga innviði.
Sambandið styður breytingar á sveitarstjórnarlögum um framkvæmd íbúakosninga
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur veitt umsögn um frumvarp innviðaráðherra um breytingar á sveitarstjórnarlögum. Í umsögninni er mælt með því að frumvarpið verði að lögum á yfirstandandi löggjafarþingi.
Starfskjör sveitarstjórnarfólks könnuð
Annað hvert ár kannar hag- og upplýsingasvið sambandsins starfskjör sveitarstjórnarfólks. Nú liggja fyrir niðurstöður um kjörin eins og þau voru á árinu 2021 og má finna hér. Upplýsinganna var aflað með rafrænum spurningalista sem 56 sveitarfélög af 69 svöruðu.
Breytingar á barnaverndarlögum koma til framkvæmda 1. janúar 2023
Miklar breytingar á barnaverndarlögum, sem varða barnaverndarþjónustur og umdæmisráð barnaverndar og voru samþykktar á Alþingi síðasta sumar, koma til framkvæmda um næstu áramót.
Starfshópur gegn hatursorðræðu skipaður
Forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp gegn hatursorðræðu (e. hate speech) til að bregðast við vísbendingum um vaxandi hatursorðræðu í íslensku samfélagi.
Framfylgd þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni í góðum farvegi
Stýrihópur um framfylgd þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021-2025 telur framgang áætlunarinnar í heildina litið í góðum farvegi.
Aðgerðir kynntar um meira öryggi og aukið framboð á húsnæðismarkaði
Starfshópur um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði sem skipaður var í febrúar sl. kynnti tillögur sínar á fundi Þjóðhagsráðs fimmtudaginn 19. maí sl.
Nöfn sameinaðra sveitarfélaga
Við sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí sl. fækkaði sveitarfélögum um fimm, fóru úr 69 í 64.
Opið fyrir tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna
Samband íslenskra sveitarfélaga minnir á að tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2022 þurfa að berast fyrir 1. júní nk.