Hvaða þjónusta skiptir þig máli

Byggðastofnun efnir til þjónustukönnunar meðal íbúa um land allt (utan höfuðborgarsvæðisins) vegna rannsókna á þjónustusókn og væntingum til breytinga á þjónustu.

Könnunin er liður í að skilgreina þjónustusvæði og fá mynd af viðhorfum íbúa mismunandi svæða til breytinga á þjónustu. Út frá sjónarmiði byggðamála og landshlutanna er þátttaka íbúa í könnuninni mjög mikilvæg. Sérstaklega er mikilvægt að fá svörun úr dreifðum byggðum landsins svo unnt verði að vinna með niðurstöðurnar þannig að sem réttust mynd fáist einnig af þjónustusókn íbúa í fámennum byggðarlögum. Niðurstöður munu nýtast í vinnu við eflingu byggða um land allt.

Áætlað er að það taki um 10 mínútur að svara. Könnunin er á íslensku, ensku og pólsku.

Hvetjum við sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins til þess að koma könuninni á framfæri á vefsíðum sínum þannig að könnunin verði sem marktækust.

Nánar um könnunina á vefsíðu Byggðastofnunar.