Jöfnunarsjóður

Ný heild­ar­lög um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga sam­þykkt

15. júlí 2025

Ný heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa verið samþykkt á Alþingi. Þetta er í fyrsta sinn sem sérstök lög eru samþykkt um Jöfnunarsjóð en áður var fjallað um málefni sjóðsins í lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemi hans. Þannig er stuðlað að því að sveitarfélögin standi á jafnari grunni, að teknu tilliti til land- og lýðfræðilegra þátta auk fjárhagslegs styrks, til að sinna lögbundnum verkefnum sínum.

Helstu breytingar

Veigamesta breytingin með nýjum lögum er að nýtt líkan Jöfnunarsjóðs mun leysa af hólmi núverandi tekjujöfnunar-, útgjaldajöfnunar- og fasteignaskattsframlög. Um er að ræða líkan sem sameinar ofangreind framlög í eitt framlag, Þá verða framlög vegna nemenda með íslensku sem annað mál veitt öllum sveitarfélögum sem uppfylla skilyrði, og Reykjavíkurborg og Akureyrarbær fá sérstakt jöfnunarframlag vegna höfuðstaðarálags. 

Breytingarnar er liður í því að ná fram markmiðum þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í mál¬efnum sveitarfélaga fyrir árin 2024–2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028. Markmið og áherslur þingsályktunarinnar eru m.a. að sveitarfélög á Íslandi verði öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, sjálfstjórn og ábyrgð sveitarfélaga verði virt og að tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu.

Hér má nálgast spurt og svarað um ný lög um Jöfnunarsjóð.