Umhverfis Ísland
Spennandi tækifæri fyrir sveitarfélög sem vilja læra um loftslagsmál
17. júlí 2025
Sambandið vekur athygli sveitarfélaga á verkefni sem tengir saman reyndari og minna reyndar borgir og sveitarfélög sem hafa áhuga á að starfa saman á sviði loftslagsmála.

Verkefnið tengir saman svokallaðar loftslagsborgir (mission cities) við fylgibæ- eða borg (twin cities) og við tekur svo 12 mánaða samstarf þeirra á milli sem inniheldur m.a. rafrænar vinnustofur, heimsóknir og fleira. Tilgangur verkefnisins er að auka þekkingu og byggja upp varanlegt samstarf til að hraða aðgerðum í loftslagsmálum. Reykjavik er ein slíkra loftslagsborga svo ekki þyrfti að leita langt eftir samstarfi við slíka borg.
Ekki þarf að uppfylla neinn lágmarksíbúafjölda til að geta sótt um.
Sambandið hvetur sveitarfélög til að sækja um til að verða fylgibær- eða borg einhverra þeirra loftslagsborga sem taka þátt í verkefninu og hægt er að leita til Sambandsins eftir aðstoð við umsóknargerð.
Verkefnið er hluti af Leiðangri Evrópusambandsins um snjallar og kolefnishlutlausar borgir (Climate Neutral and Smart Cities Mission)
Frekar upplýsingar um verkefnið má finna hér: https://ec.europa.eu/eusurvey/runner/NZCTwinning