Fréttir og tilkynningar

Funduðu með nýjum innviðaráðherra

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri sambandsins, funduðu með Svandísi Svavarsdóttur, nýjum ráðherra sveitarstjórnarmála, í vikunni.

Lesa meira

Ársfundur Byggðastofnunar 2024

Ársfundur Byggðastofnunar 2024 verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl í félagsheimili Bolungarvíkur.

Lesa meira

Styrkir til sveitarfélaga vegna barna á flótta – umsóknarfrestur framlengdur

Mennta- og barnamálaráðuneytið leggur fé til stuðnings sveitarfélögum þar sem börn á flótta eru búsett. Styrkurinn nær til allra barna á skólaskyldualdri sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum frá 1. janúar 2022.

Lesa meira

IMaR 2024 ráðstefnan – sérkjör fyrir sveitarstjórnarfólk

Samband íslenskra sveitarfélaga er samstarfsaðili að IMaR 2024 sem haldin verður dagana 18.-19. apríl nk. á Hilton Reykjavik Nordica. IMaR (Innovation Megaprojects and Risk) ráðstefnan er árleg og er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Verkfræðingafélagsins.

Lesa meira

Menningarborg Evrópu 2030

Íslenskum sveitarfélögum stendur til boða að sækja um að verða eina af þremur menningarborgum Evrópu árið 2030 (e. European Capital of Culture – ECOC).

Lesa meira

Veffundur um skattlagningu orkuvinnslu

Kynningarfundur Samtaka orkusveitarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögur starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu. Fundurinn verður haldinn á Teams mánudaginn 22. apríl kl. 11:00.

Lesa meira

Undanþága í kennslustörf – breytt verklag

Þann 1. apríl sl. tóku gildi lög um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, nr. 91/2023. Við gildistökuna var Menntamálastofnun lögð niður og færðust ýmis verkefni sem áður voru hjá Menntamálastofnun yfir til mennta- og barnamálaráðuneytisins.

Lesa meira

Ný gögn um íbúafjölda í mælaborðum Byggðastofnunar

Í mælaborði Byggðastofnunar má sjá að mest hlutfallsleg fjölgun íbúa í einu sveitarfélagi á árinu 2023 var í Árneshreppi (13%), Sveitarfélaginu Vogum (12%) og Fljótsdalshreppi (12%).

Lesa meira

Samanburður fasteignagjalda heimila árið 2024

Byggðastofnun hefur fengið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) til að reikna út fasteignamat á sömu viðmiðunarfasteigninni um land allt. 

Lesa meira

Er framúrskarandi kennari, verkefni og/eða menntaumbætur í þínu sveitarfélagi?

Því ekki að tilnefna til Íslensku menntaverðlaunanna? Nú er hægt að senda inn tillögur um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2024.

Lesa meira

Viljayfirlýsing um samræmt verklag sveitarfélaga í byggingarmálum

Heiða Björg Hilmisdóttir undirritaði í dag, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, viljayfirlýsingu um samræmt verklag sveitarfélaga í byggingarmálum. Ásamt sambandinu undirrita Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), Stafrænt Ísland og Reykjavíkurborg viljayfirlýsinguna.

Lesa meira

Af dýraleifamálum 

Sambandið hefur tekið virkan þátt í umræðu um ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga er varða dýraleifar síðustu misseri. Álit sambandsins er að söfnun, flutningur og önnur meðhöndlun aukaafurða dýraleifa ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga og má finna í minnisblaði dags. 4. júlí 2023.

Lesa meira

Samræmdar flokkunarmerkingar hafa áhrif á hegðun fólks við að minnka magn úrgangs og auka flokkun 

Notkun á samræmdum og skýrum flokkunarmerkingum úrgangstegunda nær fram betri flokkun, dregur úr magni úrgangs með áhrifum á upprunaflokkun ásamt því að draga úr kostnaði við meðhöndlun úrgangs – sem var einmitt markmiðið með merkingarkerfinu.

Lesa meira

Söfnun heimilisúrgangs hjá lögaðilum  

Í tengslum við lög nr. 103/2021 sem sett voru vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis hafa sveitarfélög unnið að endurskoðun samþykkta um meðhöndlun úrgangs.

Lesa meira

Sambandið hefur tekið saman umhverfisverkefni ársins 2023 

Sambandið hefur skilað skýrslu til umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytis (URN) um verkefni ársins 2023.

Lesa meira

Byggingar- og niðurrifsúrgangur – skyldur sveitarfélaga  

Íslensk stjórnvöld hafa sett sér markmið um 70% endurnýtingarhlutfall byggingar- og niðurrifsúrgangs.

Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í LIFE 18. apríl 

Auglýsingar eftir umsóknum í LIFE áætlunina fyrir árið 2024 verða birtar þann 18. apríl.

Lesa meira

Verkefna- og kynningarstjóri Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að verkefna- og kynningarstjóra til að sinna verkefnum tengdum fyrirlagningu og kynningu á Íslensku æskulýðsrannsókninni (ÍÆ). Í boði er fjölbreytt, áhugavert og lifandi starfsumhverfi þar sem reynir á framúrskarandi samskiptahæfni, ríka þjónustulund og fagmennsku.

Lesa meira