Fréttir og tilkynningar
Kjarasamningar samþykktir með miklum meirihluta
Atkvæðagreiðslum um kjarasamninga sem samninganefnd sveitarfélaga og tíu aðildarfélög innan BSRB undirrituðu þann 13. júní er nú lokið, og voru þeir samþykktir með miklum meirihluta greiddra atkvæða.
Aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna
Mennta- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna á blaðamannafundi í Hannesarholti í gær.
Fjölbreytt starf hjá Sambandinu
Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að jákvæðum, drífandi og glaðlyndum einstaklingi í starf móttökuritara. Um er að ræða 100% starf.
Sameining Skagabyggðar og Húnabyggðar samþykkt
Íbúar Skagabyggðar og Húnabyggðar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna tveggja í íbúakosningu sem fram fór 21. júní sl.
Sumarfögnuður Sambandsins
Starfsfólk Sambands íslenskra sveitarfélaga er nú í sumarferð um Rangárþing þar sem til stendur að stilla saman strengi og styrkja böndin. Meðal staða sem starfsfólkið og makar þeirra heimsækja eru Lava Center, ráðhús Rangárþing eystra og Tumastaðaskógur. Ferðin er undir styrkri leiðsögn Ísólfs Gylfa Pálmasonar fv. þingmaður og sveitarstjóri.
Ný skýrsla kjaratölfræðinefndar
Út er komin vorskýrsla kjaratölfræðinefndar 2024. Í skýrslunni er áhersla lögð á umfjöllun um launaþróun eftir mörkuðum og heildarsamtökum í nýliðinni kjaralotu sem náði til tímabilsins frá nóvember 2022 til janúar 2024 auk umfjöllunar um launastig á árinu 2023, kjarasamninga, efnahagsmál og sérkenni íslensks vinnumarkaðar.
Saga nýr aðalhagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga
Saga Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hefur starfað sem hagfræðingur undanfarin 10 ár og í störfum sínum sinnt greiningum á stöðu og horfum í efnahags- og fjármálum.
Sameinað sveitarfélag mun heita Vesturbyggð
Á 2. fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar þann 19. júní 2024 var samþykkt að sveitarfélagið skuli heita Vesturbyggð.
Leiðbeiningar um smölun ágangsfjár
Sambandið hefur um nokkurn tíma óskað eftir því við bæði matvælaráðuneytið og innviðaráðuneytið að ráðuneytin skýri lagaumhverfi og/eða gefa út leiðbeiningar til sveitarfélaga um smölun ágangsfjár.
Niðurstöður PISA 2022 – Skapandi hugsun
Hæfni 15 ára nemenda á Íslandi í skapandi hugsun var undir meðaltali OECD og var frammistaða drengja lakari en stúlkna. Þetta eru meðal niðurstaðna úr könnun PISA á skapandi hugsun sem birtar voru í dag.
Skrifað undir kjarasamning við ellefu aðildarfélög innan BSRB
Samninganefnd sveitarfélaga og ellefu aðildarfélög innan BSRB undirrituðu kjarasamning á þriðja tímanum í nótt. Hann gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Í samningnum er samið um sömu launahækkanir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði innihalda.
Opinn fundur fyrir sveitarfélög um vottanir bygginga og græna hvata
Þann 19. júní næstkomandi mun Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga standa að opnum fundi fyrir öll sveitarfélög landsins með það að markmiði að fræða um vottanir bygginga og þær grænu fjármögnunarleiðir sem í boði eru.
100% árangur Íslands í European City Facility!
Tvö sveitarfélög, Akureyrarbær og Múlaþing, voru nýlega valin til að hljóta styrk og faglega aðstoð vegna vinnu við gerð fjárfestingaáætlana vegna orkuskiptanna. Er styrkurinn veittur í gegnum verkefnið European City Facility.
Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aukið aðgengi að lánsfé í gegnum InvestEU áætlun Evrópusambandsins
Evrópski fjárfestingarsjóðurinn (EIF) hefur undirritað samning við Byggðastofnun um bakábyrgðir að upphæð allt að 3,2 milljörðum króna vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Ingimar nýr verkefna- og kynningarstjóri íslensku æskulýðsrannsóknarinnar
Ingimar Guðmundsson hefur verið ráðinn verkefna- og kynningarstjóri íslensku æskulýðsrannsóknarinnar og mun hann hefja störf í september næstkomandi.
Velsældarþing í Hörpu dagana 11.-12. júní
Embætti landlæknis skipuleggur alþjóðlegt velsældarþing, Wellbeing Economy Forum í Hörpu, dagna 11. og 12. júní nk. í samstarfi við forsætisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið.
Vinna formlega hafin við að þróa gæðaviðmið í félagsþjónustu
Í síðustu viku var efnt til vinnustofu á vegum Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV). Þar með hófst formlega vinna við að þróa gæðaviðmið í félagsþjónustu.
Tryggjum öruggt og ofbeldislaust íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar
Í sumar eru ýmsar samkomur, viðburðir og mannamót þar sem börn koma að. Því er mikilvægt að öll þau sem koma að skipulagningu og framkvæmd íþrótta- og æskulýðsstarfs séu upplýst um það til hvers er ætlast af þeim varðandi hegðun og framkomu.