Fara í aðalefni

Fjöl­breytt starf hjá Sam­band­inu

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að jákvæðum, drífandi og glaðlyndum einstaklingi í starf móttökuritara. Um er að ræða 100% starf.

Höfuðstöðvar Sambands íslenskra sveitarfélaga eru á 5. hæð í Borgartúni 30
Höfuðstöðvar Sambands íslenskra sveitarfélaga eru á 5. hæð í Borgartúni 30

Hér er einstakt tækifæri fyrir fjölhæfan aðila sem hefur ríka þjónustulund, framúrskarandi samskiptahæfni og sveigjanleika til að taka að sér starf í skemmtilegu starfsumhverfi að fjölbreyttum verkefnum.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf ekki síðar en 1. september. Um er að ræða framtíðarstarf.

Sótt er um starfið í gegnum vefinn alfred.is.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Símsvörun, móttaka og almenn upplýsingagjöf.
  • Umsjón með fundarherbergjum og opnum rýmum.
  • Umsjón með eldhúsi/kaffistofu starfsfólks.
  • Skráning og frágangur á útsendum skjölum.
  • Aðstoð við skjalavörslu, skráning og frágangur.
  • Innkaup á vörum á skrifstofu og kaffistofu.
  • Almenn skrifstofustörf og ýmis önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af sambærulegu starfi er kostur.
  • Nákvæm, skipulögð og áreiðanleg vinnubrögð.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, rík þjónustulund, frumkvæði og samviskusemi.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Góð færni í íslensku.

Fríðindi í starfi

Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá Sambandinu:  

  • Sambandið er framsækinn og skemmtilegur vinnustaður.
  • Þátttaka í þjónustuteymi sem vinnur að eflingu íslenskra sveitarfélaga.
  • Boðið er upp á opið vinnuumhverfi.
  • Hér starfar samheldinn hópur og starfsfólk fær gott svigrúm til starfsþróunar.
  • Ekki skemmir fyrir að Sambandið er heilsueflandi vinnustaður sem leggur áherslu á fjölskylduvænt umhverfi, boðið er upp á heilsustyrk.
  • Jafnræðis er gætt í hvívetna við ráðningu og leitast er við að mannauður Sambandsins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Sótt er um starfið í gegnum vefinn alfred.is.

Nánari upplýsingar veitir Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri þjónustusviðs, netfang: valur.rafn.halldorsson@samband.is, eða í síma 515-4900.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf, þar sem fram kemur m.a. rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 4. júlí nk.

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að jákvæðum, drífandi og glaðlyndum einstaklingi í starf móttökuritara. Um er að ræða 100% starf.