Fara í aðalefni

Umhverfis Ísland

Rýni­skýrsla um stöðu nor­rænna sveit­ar­fé­laga gagn­vart heims­mark­mið­un­um kynnt

Ný rýniskýrsla um stöðu norrænna sveitarfélaga gagnvart heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna verður kynnt í á sérstökum fundi hjá Sameinuðu Þjóðunum í New York þann 9. júlí milli kl. 17:15 og 18:30.

Heiða B. Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, ávarpar fundinn. Hægt verður að fylgjast með kynningunni í opnu streymi.

Skýrslan byggir á könnunum og viðtölum við norræn sveitarfélög, og náðist sá einstaki árangur að öll sveitarfélög landsins, nema þrjú svöruðu könnuninni. Í þeim búa 99,77% íbúa landsins. Svörin gefa því góða mynd af viðhorfi sveitarfélaga gagnvart heimsmarkmiðunum og stöðu sjálfbærnivinnu þeirra.

Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir sterkri staðbundinni stjórnsýslu og miklir möguleika til að vera í fararbroddi við að staðfæra sjálfbærnimarkmiðin. En hvaða árangri hafa norræn sveitarfélög náð hingað til? Hvað virkar og hverjar eru áskoranirnar? Á fundinum verður farið yfir niðurstöður skýrslunnar ásamt því að ræða hvernig eigi að takast á við endurteknar áskoranir á borð við pólitískan stuðning, stjórnun sjálfbærnimarkmiða, þverfaglegt samstarf, og þátttöku hagsmunaaðila og ungmenna

Skýrslan verður kynnt á opnun fundi 9. júlí kl. 17:15-18:30. Skráning er nauðsynleg.