Sveitarfélög eru lykilaðilar í umhverfismálum og koma að þeim á margvíslegan hátt. Þau eru ábyrg fyrir ýmiskonar grunnþjónustu í umhverfismálum, s.s. hirðu og meðhöndlun úrgangs, rekstur fráveitna, vatnsveitna og hitaveitna og sinna hreinsun á landi sveitarfélagsins. Þau bera einnig ábyrgð á skipulagi á sínu svæði og segja þannig til um fyrirkomulag byggðar og mótun umhverfis. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga stuðlar að því með starfsemi sinni að landsmönnum séu búin heilnæm lífsskilyrði. Sveitarfélög koma að loftslagsmálum og aðlögun íslensk samfélags að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Auk þess sem þau greiða fyrir þeim umskiptum sem þurfa að eiga sér stað til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Verkefni
Samtaka um hringrásarhagkerfi
Á árinu 2021 var hringrásarhagkerfi leitt í lög á Alþingi og nú er það hlutverk sveitarfélaganna og fylgja þeim eftir.
Spurt og svarað
um úrgangsstjórnun sveitarfélaga
Loftslagsmál
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að mæta áskornum samtímans á sviði loftslagsmála.
Úrgangsmál
Sveitarfélög gegna þar veigamiklu hlutverki í stjórnun úrgangsmála
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga á að stuðla að því með starfsemi sinni að landsmönnum séu búin heilnæm lífsskilyrði.
Náttúruvernd
Náttúruvernd er á verkefnaskrá sveitarfélaga og skulu þau kjósa sér náttúruverndarnefndir.
Samvinna sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið
Sveitarfélög mæta mörgum áskorunum á sviði loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Fræðsla og stuðningsefni um heimsmarkmiðin
Veitur
Sveitarfélög reka vatns-, hita- og fráveitur.