Samtaka um hringrásarhagkerfi

Stöðvar fyrir móttöku úrgangs má finna víða um land.

Gegnumgangandi átak

Samtaka um hringrásarhagkerfi er átak sambandsins í umhverfis og úrgangsmálum. Verkefninu, sem var hleypt af stokkunum með opnum fundi í mars 2022, hefur það að markmiði að aðstoða sveitarfélög við innleiðingu á lagabreytingum er varða innleiðingu hringrásarhagkerfis. Þessar lagabreytingar tóku gildi 1. Janúar 2023. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir með fulltrúum sveitarfélaga sem nutu aðstoðar og leiðbeininga frá starfsfólki sambandins. Tekin var sú ákvörðun að halda átakinu áfram árið 2023 og er því átakið í gangi af fullum krafti.

Átakið skiptist í þrjú meginverkefni:

1.           Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku.

2.           Kaup í anda hringrásarhagkerfis – innkaup í úrgangsstjórnun sveitarfélaga.

3.           Borgað þegar hent er heim í hérað

Einnig hafa verið haldnir fundir og útbúið fræðsluefni þvert á þessa þrjá verkefnaþætti. Þar spilar Handbók um úrgangsstjórnun viðamikið hlutverk en í henni má finna viðamikið yfirlit yfir hina ýmsa þætti úrgangsstjórnunar fyrir Sveitarfélög. Einnig gaf sambandið út spurt og svarað í úrgangsmálum þar sem mörgum algengum spurningum er svarað á sama stað.

Hér fyrir neðan má finna ítarefni um átakið svo sem helstu afurðir þess og skyld gögn.

Fundir um úrgangsmál í tímaröð

16. maí 2023 -

Kröfur til hins byggða umhverfis vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis

22. mars 2023 - Samræmd fræðsla og upplýsingagjöf sem ein undirstaða hringrásarhagkerfis

Tilefnið eru breytingar á ýmsum lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis sem innleiddar voru í íslenskt regluverk í júní 2021 og komu til framkvæmda um síðustu áramót

15. febrúar 2023 - Hlutdeild Úrvinnslusjóðs í kostnaði sveitarfélaga

Tilefnið eru breytingar á lögum um úrvinnslugjald og fleiri lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis sem innleiddar voru í íslenskt regluverk í júní 2021 og komu til framkvæmda um síðustu áramót.

16. desember 2022 - Aðventufundur sveitarfélaga um hringrásarhagkerfi

Samband íslenskra sveitarfélaga efndi til fjarfundar sveitarfélaga undir yfirskriftinni Aðventufundur sveitarfélaga um hringrásarhagkerfi.

7. október 2022 - Ráðstefna - réttur vegur til framtíðar

Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga efndu til ráðstefnu um hringrásarhagkerfið. Tilefnið er útgáfa handbókar um úrgangsstjórnun sveitarfélaga.

31. maí 2022 - Kaup í anda hringrásarhagkerfis

Fundur fyrir kjörna fulltrúa og lykilstarfsfólk í fjár- og innkaupamálum og úrgangsstjórnun sveitarfélaga. Fundur á Teams

5. maí 2022 - Innleiðing á Borgað þegar hent er

Samband íslenskra sveitafélaga bauð kjörnum fulltrúum og lykilstarfsfólki í úrgangsstjórnun til kynningar- og vinnufundar á TEAMS

16. mars 2022 - Samtaka um hringrásarhagkerfið - upphafsfundur

Stofnfundur verkefnisins "Samtaka um hringrásarhagkerfið"

febrúar - mars 2022 - fundaröð víða um landið

Vinnusmiðjur, fundir, samtal og fræðsla um lagbareytingarnar sem tóku gildi 1. jan 2023

3. febrúar 2022 - Borgað þegar hent er

Teams fundur um innleiðingu breytinga á innheimtu sveitarfélaga yrir úrgangsmeðhöndlun.