Samband íslenskra sveitarfélaga tók saman spurningar og svör með aðstoð frá Umhverfisstofnun og Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu. Svörin eru birt með fyrirvara um breytingar eftir því sem frekari upplýsingar koma fram.
1. Borgað þegar hent er
Miðað við skýrslu sem ráðgjafastofan Efla vann fyrir sambandið [hlekkur] um þær mismunandi aðferðir sem hægt er að fara í BÞHE kerfum er rýmisleiðin hagkvæmari og einfaldari en vigtun miðað við þá innviði sem eru til staðar í dag. Því er gert ráð fyrir að flest sveitarfélög fari þá leið. Möguleiki er að fjárfesta í frekari innviðum til vigtunar í kjölfarið á innleiðingu á rýmisleið BÞHE.
Samsetning sveitarfélaga er mismunandi og því mismunandi leiðir sem henta. Heimilt er að innheimta 50% af heildarkostnaði sem fast gjald, til ársins 2025 en 25% eftir það. Í sveitarfélögum sem hafa stóra frístundabyggð og/eða dreifbýli, þar sem sérsöfnun á hverri lóð á sér ekki stað, getur verið áskorun að ná þessum viðmiðum einungis með að innleiða BÞHE við heimili. Mögulegt er að fara blandaða leið og innleiða rýmisleið BÞHE í gegnum Álagningarkerfi HMS en útfæra BÞHE innheimtu á annan hátt í frístundabyggð og í dreifbýli, til dæmis með aðgangsstýrðum og/eða mönnuðum söfnunarstöðvum þar sem greitt er eftir magni og tegund úrgangs eftir vigt eða rúmmáli með einhverjum hætti.
Hægt er að velja mismunandi leiðir við innleiðingu BÞHE sem allar byggja á að aðgengi að ílátum á grenndar- og söfnunarstöðvum sé stýrt þannig að greitt sé fyrir skil á úrgangi inn á stöðvarnar. Margskonar lausnir eru í boði, bæði fyrir mannaðar og ómannaðar stöðvar, sem byggja annaðhvort á að greitt er eftir þyngd eða rúmmáli úrgangsins. Innheimtan sjálf getur einnig verið með margvíslegum hætti, ýmist er greitt á staðnum, fyrirfram eða eftir á. Skýrsla Eflu um BÞHE lausnir fjallar um ýmsa möguleika sem eru til staðar [hlekkur].
Nei, hægt er að innleiða BÞHE kerfi fyrir þau ílát sem nú þegar eru til staðar. Mikilvægt er þó að hafa í huga kröfur til sérstakrar söfnunar í þéttbýli ef sveitarfélagið hefur ekki þegar tekið upp slíka söfnun. Hægt er að bæta nýjum úrgangsflokkum inn í gjaldskrána og innheimta svo fyrir þá um leið og sveitarfélagið býður upp á söfnun á þeim.
„Sveitarfélögin hafa eingöngu heimild í lögum til þess að færa kostnað milli úrgangsflokka svo fremi sem innheimtan verði ekki hærri en heildarkostnaður á öllum flokkum samanlagt. Það samræmist ekki lögum að sérsafna ekki plasti, pappír og lífúrgangi við heimili í þéttbýli þrátt fyrir að fyrir það sé innheimt hærra gjald. Ef það er vel rökstutt að ómögulegt sé að bjóða upp á flokkana verður að sækja um undanþágu til ráðuneytisins fyrir slíku fyrirkomulagi. Lögin segja að til að geta fengið undanþágu þarf að uppfylla tiltekin skilyrði:
1. blönduð söfnun tiltekinna tegunda úrgangs hafi ekki áhrif á möguleika til endurnýtingar þeirra úrgangstegunda og slík söfnun tryggi sambærileg gæði úrgangsins og fæst með sérstakri söfnun,
2. sérstök söfnun skili ekki bestri heildarniðurstöðu fyrir umhverfið,
3. sérstök söfnun sé ekki tæknilega möguleg, eða
4. sérstök söfnun hafi í för með sér óhóflegan kostnað.
(lög 103/2021)
Breytilegt gjald er gjald sem úrgangshafinn getur haft áhrif á til að lækka sinn eigin kostnað og fer upphæðin eftir magni og tegund úrgangs og öðrum þjónustuþáttum. Fast gjald er gjald sem innheimt er óháð magni og tegund úrgangs.
Frá og með 1. janúar 2023 varð sveitarfélögum skylt að innheimta gjald sem næst raunkostnaði við meðhöndlun úrgangs. Jafnframt varð sveitarfélögum og byggðasamlögum heimilt að færa innheimtu gjalda á milli úrgangsflokka í því skyni að stuðla að markmiðum laga þessara og forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs. Sorpsamlögum verður því heimilt frá og með 1. janúar 2023 að færa gjöld á milli úrgangsflokka.
Með lögum nr. 103/2021 varð sveitarfélögum gert skylt að innheimta gjald sem næst raunkostnaði við meðhöndlun úrgangs. Sveitarfélögum er þó ekki skylt að tilkynna sérstaklega hafi það ekki náðst fyrir gildistöku laganna þann 1. janúar 2023.
Sveitarfélagið ber ábyrgð á að innheimt sé eftir BÞHE kerfi. Það er útfærsluatriði hvers sveitarfélags hvernig BÞHE er innheimt . Athuga skal að ábyrgð sveitarfélaga á meðhöndlun úrgangs fellur ekki niður þó að hluta þjónustunnar sé útvistað og sinnt af þjónustuaðilum.
2. Fjármál, gjaldtaka og innkaup
Sveitarfélög skulu innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs og er þeim því óheimilt að greiða með málaflokknum úr öðrum sjóðum á þeirra vegum. Jafnframt er sveitarfélögum heimilt að innheimta gjald fyrir tengda starfsemi sem samræmist markmiðum sem þeim er gert að ná, t.d. þróun nýrrar tækni við meðhöndlun úrgangs, rannsóknir, fræðslu og kynningarmál og vegna uppsetningar og reksturs nauðsynlegra innviða. Skylt er að innheimta gjald sem næst raunkostnaði við viðkomandi þjónustu, svo sem með því að miða gjaldið við magn úrgangs, gerð úrgangs, losunartíðni, frágang úrgangs og aðra þætti sem áhrif hafa á kostnað við meðhöndlun úrgangs viðkomandi aðila.
„Sveitarfélög taka ákvörðun um hvort þau sinna sjálf eða útvista verkefnum um meðhöndlun úrgangs á þeirra ábyrgð í sveitarfélaginu og vegna eigin stofnana.
Útboðsgögn og samninga þarf að vinna í takt við áherslur sveitarfélags sem koma fram í gildandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs og þá ábyrgð sem það ber samkvæmt lögum, m.a. varðandi sérstaka söfnun við heimili og rekstur grenndar-, söfnunar- og móttökustöðva. Ólíkt er á milli sveitarfélaga hvaða þættir eru á hendi sveitarfélagsins og hvað er boðið út. Ábyrgð sveitarfélaga á meðhöndlun úrgangs fellur ekki niður þó að hluta þjónustunnar sé útvistað og sinnt af þjónustuaðilum. Sveitarfélög geta tekið sig saman og boðið út í sameiningu verkefni tengd meðhöndlun úrgangs og er í því samhengi t.d. hægt að horfa til þeirra sveitarfélaga sem vinna svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í sameiningu. „
Sveitarfélög geta verið þjónustuaðilar með þeim réttindum og skyldum sem fylgja. Skilmála fyrir þjónustuaðila er að finna á vefsíðu Úrvinnslusjóðs. [hlekkur]
Samsettar umbúðir bera úrvinnslugjald eins og aðrar umbúðir. Framleiðendur og innflytjendur þessara umbúða taka því þátt í þeim kostnaði sem fellur til við söfnun og meðhöndlun umbúða í kerfinu. Samsettar umbúðir er oft erfitt að endurnota eða endurvinna og mikilvægt er að ýta á framleiðendur og innflytjendur til að nota minni umbúðir og einfaldar umbúðir sem auðvelt er að flokka, endurnota og endurvinna. Í álagningu úrvinnslugjalds felst fjárhagslegur hvati til að nota minni umbúðir og ný ákvæði um þrepaskiptingu úrvinnslugjalds gera kleift að taka tillit til umhverfisþátta við álagningu gjaldsins þannig að umbúðir sem henta vel til endurnotkunar og endurvinnslu beri lægra gjald og samsettar, óendurvinnanlegar umbúðir beri hærra gjald. Innan Úrvinnslusjóðs stendur yfir vinna við að innleiða þrepaskipt gjöld.
Sveitarfélög geta ákveðið hvort þau heimila heimajarðgerð í stað sérstakrar söfnunar á lífúrgangi við heimili í þéttbýli. Blandað kerfi söfnunar á lífúrgangi og heimajarðgerð getur verið kostnaðarsamt fyrir sveitarfélög. Sveitarfélög ættu að fullvissa sig um að heimajarðgerð eigi sér raunverulega stað sé ákveðið að gefa afslætti frá göldum fyrir meðhöndlun úrgangs vegna heimajarðgerðar. Vakin er athygli á að ein af aðgerðum í stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra um meðhöndlun úrgangs sem kallast ,,Í átt að hringrásarhagkerfi“ er að skipa starfshóp sem metur hvort veita skuli skattaívilnanir og afslátt á umhverfissköttum sé fólk með heimajarðgerð.
Innheimta skal eftir Borgað þegar hent er kerfi og haga gjaldskránni eftir því hvar kostnaðurinn fellur,. Hægt er að byggja gjaldskrá af áætluðum kostnaði að teknu tilliti til raunkostnaðar síðasta árs eða ára . Áætla má kostnað og síðan má uppfæra gjaldskrá eftir því sem meiri reynsla kemst á og þróun á sér stað innan kerfisins.
.
Stjórn Úrvinnslusjóðs hefur útfært kostnaðarþátttöku sína vegna vegna söfnunar á víðavangi sbr. 37. gr. h. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir:
Framleiðendum og innflytjendum skv. 1. mgr. [plastvörur] ber jafnframt að fjármagna hreinsun á rusli á víðavangi sem er til komið vegna þessara vara, ásamt flutningi þess og annarri meðhöndlun. Framangreind hreinsun skal vera á hendi opinberra yfirvalda eða í þeirra umboði.
Úrvinnslusjóður mun greiða 13,1 kr á hvert kíló af úrgangi sem safnast á víðavangi, svo sem í hreinsunarátökum sveitarfélaga og úr ruslastömpum á opnum svæðum. Sjóðurinn áætlar að kostnaður vegna söfnunar á víðavangi sé um 262 kr á hvert kg en áætlað er að 5% af því sem safnast falli undir einnota plastvörur. Því greiðir sjóðurinn 13,1 kr. pr./kg. af því sem safnast.
Sveitarfélög sem hyggjast sækja greiðslur til sjóðsins vegna söfnunar á víðavangi þurfa að skrá eftirfarandi upplýsingar:
• Magn úrgangs sem safnast úr hreinsun opinna svæða og ruslastömpum
• Uppruni úrgangs niður á póstnúmer
• Dagsetning söfnunar
Sjóðurinn heldur utan um skilagreinar á vef sínum og geta sveitarfélög skilað upplýsingum til sjóðsins: [hlekkur]
Íbúi getur ekki tekið einhliða ákvörðun um að hafna þjónustu um sérsöfnun á lífúrgangi. Gerð er krafa á sveitarfélög skv. lögum um meðhöndlun úrgangs að safna lífrænum úrgangi við heimili sem og hjá lögaðilum í þéttbýli. Sveitarfélög geta tekið ákvörðun um að heimila heimajarðgerð í stað sérsöfnunar við heimili, en þeim er það ekki skylt. Geta þau jafnframt gert kröfur um hvernig heimajarðgerð er framkvæmd sé til staðar slík heimild í samþykkt sveitarfélags um meðhöndlun úrgangs.
Sveitarfélögum er heimilt en ekki skylt að skilgreina það í úrgangssamþykkt sveitarfélags í hvaða tilvikum heimilt sé að heimajarðgera í stað þess að sérsafna lífrænum úrgangi. Taka ber fram að skylda til sérsöfnunar lífúrgangs er eingöngu til staðar í þéttbýli en ekki dreifbýli. Mikilvægt er að sveitarfélög setji ströng skilyrði og veiti eftirlit með því að í raun sé verið að heimajarðgera og setji skilyrði um búnað o.fl. til heimajarðgerðar.
Sveitarfélögum er frjálst að flytja gjald milli úrgangsflokka eins og þeim sýnist svo fremi sem heildarinnheimta verði ekki umfram kostnað. Athygli er þó vakin á því að varhugavert getur verið að gera suma flokka alveg gjaldfrjálsa því það getur komið niður á hreinleika strauma vegna óskhyggju endurvinnslu eða „wish cycling“
3. Innviðir í úrgangsmálum
Ljóst er af opinberri umræðu að það er brýnt að byggja upp innviði til að meðhöndla dýraleifar hér á landi svo tryggja megi förgun sjálfdauðra dýra og annarra dýrahræja frá lögbýlum auk úrgangs frá heimaslátrun. Sveitarfélög bera ekki ábyrgð á flutningi dýrahræja frá lögbýlum eða öðrum stöðum, en sum sveitarfélög hafa samt sem áður ákveðið að veita þá þjónustu. Á vefsíðu sambandsins má finna minnisblað frá Environice þar sem vankantar og mögulegar lausnir eru útlistaðar [hlekkur]
Árið 2035 er markmiðið að aðeins 10% af heimilisúrgangi að hámarki verði urðaður og að hlutfall úrgangs til endurvinnslu muni hækka jafnt og þétt. Eigi að síður mun alltaf falla til úrgangur sem er óendurvinnanlegur en gæti hentað til brennslu með orkunýtingu. Í þeim athugunum sem hafa verið gerðar á fýsileika þess að byggja upp hér á landi innviði til sorpbrennslu bendir allt til þess að uppbygging slíkra innviða myndi borga sig fremur en að flytja slíkan úrgang út til brennslu. Nokkrir valkostir hafa verið ræddir opinberlega til að mæta brennsluþörf hér á landi en mikilvægt er að dreginn sé lærdómur af reynslu annarra ríkja og þess gætt að sorpbrennsla komi ekki til með að keppa um úrgang við endurvinnslufarvegi.
Það er hlutverk sveitarstjórnar að ákveða fyrirkomulag á söfnun rekstrarúrgangs innan sveitarfélags og að tiltækir séu farvegir fyrir úrgang sem fellur til innan sveitarfélagsins. Sveitarfélög bera ábyrgð á flutningi heimilisúrgangs og þar með að pappír og plasti sé sérsafnað í á lóðum í þéttbýli sé það partur af heimilisúrgangi rekstraraðila. Gleri, málmum og textíl má beina til grenndar- og söfnunarstöðva. Sé um rekstrarúrgang að ræða má einnig beina honum til söfnunarstöðva í öllum flokkum.
Já heimilt er að vara íbúa við og neita að losa úrgang sé hann rangt flokkaður. Ábyrgð íbúa til þess að flokka rétt, ásamt þeim skrefum sem sveitarfélagið getur tekið til að bregðast við sé það ekki uppfyllt, skal vera útfært í samþykkt sveitarfélagsins um meðhöndlun úrgangs.
Sveitarfélagið getur ráðstafað textílnum að eigin vild svo fremi sem straumurinn er endurnotaður eða endurunninn á einhvern hátt. Hægt væri að flytja strauminn til miðstöðvar Rauða krossins eða Hertex á kostnað sveitarfélagsins. Sá kostnaður væri þá innheimtur með gjöldum fyrir meðhöndlun úrgangs (sorphirðugjald).
Samkvæmt lögum um úrvinnslugjald er í gildi samningur við SFS varðandi veiðarfæraúrgang. Um er að ræða sérákvæði varðandi meðhöndlun þess úrgangs og því geta hafnarstjórnir beint móttöku veiðarfæraúrgangs á móttökustöðvar SFS.
Samkvæmt lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda skal hafnarstjórn koma upp viðunandi aðstöðu fyrir móttöku úrgangs og framleifa frá skipum í öllum höfnum. Hugtökin úrgangur frá skipum og farmleifar frá skipum eru skilgreind í sömu lögum og segja til um hvaða úrgangur fellur undir skyldu hafnarstjórnar að taka á móti. [hlekkur]
Hugmyndafræði um hagræna hvata í úrgangsmálum snýr í grunninn að þeim sem mynda úrgang og losa sig við úrgang, þ.e. almenningi og fyrirtækjum. Hagrænir hvatar eru þannig oft til þess ætlaðir að draga úr myndun úrgangs, koma í veg fyrir að úrgangur sé losaður ólöglega og ýta undir að úrgangur sé flokkaður og honum skilað til endurvinnslu. Slíkir hvatar geta verið af ýmsum toga en eitt dæmi er framlengd framleiðendaábyrgð. Hugmyndin með slíkri ábyrgð er jafnframt að ýta á framleiðendur og innflytjendur að framleiða og setja á markað vistvænni vörur. Eitt meginverkefna framleiðenda og innflytjenda er að greiða fyrir söfnun og meðhöndlun úrgangs sem er í framlengdri framleiðendaábyrgð og er höfð hliðsjón af úrgangsþríhyrningnum. Allajafna er greitt fyrir söfnun á flokkuðum úrgangi en ekki blönduðum úrgangi og jafnan fást hæstar greiðslur fyrir endurvinnslu og aðra endurnýtingu úrgangs sem er ofarlega í þríhyrningnum. Með þessu verður til hagrænn hvati til að byggja upp innviði til sérstakrar söfnunar úrgangs og til endurvinnslu.
Óheimilt er að taka við förmum til urðunar ef þeir innihalda pappír og pappa, málma, plast, gler, lífúrgang, textíl eða spilliefni úr sérstakri söfnun, sbr. 6. mgr. 10. gr. laga um meðhöndlun úrgangs. Jafnframt er óheimilt að urða fljótandi úrgang, sprengifiman, ætandi og eldfiman úrgang, sóttmengaðan úrgang, hjólbarða, brotajárn og ökutæki, geislavirkan úrgang og úrgang sem hefur verið þynntur eða blandaður í þeim eina tilgangi að hann fullnægi viðmiðunum um móttöku úrgangs á urðunarstað. Að öðru leyti eru ekki skýr fyrirmæli í lögum eða reglugerð hvað þetta varðar. Sveitarfélagið þarf væntanlega að huga hvort tveggja að réttindum og skyldum sínum sem rekstraraðila urðunarstaðar og sem stjórnvalds í málaflokknum. Það er ein af frumskyldum rekstraraðila urðunarstaðar að fylgja ákvæðum starfsleyfis. Ef starfsleyfi takmarkar urðun að einhverju leyti ber að fylgja því. Skyldur sveitarstjórnar sem stjórnvalds snúa m.a. að því að starfræktar séu móttöku– og söfnunarstöðvar fyrir úrgang sem fellur til í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið gæti því þurft að vísa á annan farveg fyrir úrgang sem hafnað er móttöku á, á urðunarstað. Mikilvægt er að sveitarstjórn nýti samþykkt um meðhöndlun úrgangs sem eitt af stjórntækjum í málaflokknum og skýr ákvæði um flokkun úrgangs og sambærileg atriði eru liður í að tryggja fyrirsjáanleika fyrir íbúa og fyrirtæki. Tilkynna ber eftirlitsaðila tafarlaust ef úrgangi er hafnað til urðunar.
4. Markmið sem eru í gildi og úrgangstölfræði
Erfitt er að rekja uppruna úrgangs í hverju sveitarfélagi fyrir sig hér á landi þar sem lokameðhöndlunaraðilar úrgangs eru þeir einu sem skrá magn úrgangs sem þeir taka á móti. Umhverfisstofnun heldur utan um úrgangstölfræði yfir landið allt. Á árinu 2020 fóru 26% heimilisúrgangs á Íslandi í endurvinnslu, um 23% í aðra endurnýtingu og um 50% í förgun, þar af 48% í urðun.
Umhverfisskýrsla svæðisáætlunar skal unnin af sveitarfélagi
Úrgangstölfræðin er í mikilli endurskoðun og vinnur Umhverfisstofnun að því skv. aðgerð 21 í stefnu ráðherra í málaflokknum að endurbótum á kerfi úrgangstölfræði sem snýst í aðalatriðum um að auka áreiðanleika upplýsinga um uppruna úrgangs (sjálfvirk rauntímaskráning), bæta yfirsýn yfir flæði úrgangsstrauma og auka miðlun upplýsinga um úrgang. Þá verður hægt að nálgast upplýsingar um stöðu gagnvart markmiðum í mælaborði á vefsíðunni úrgangur.is sem Umhverfisstofnun hýsir og hefur umsjón með. Vefsíðan fer í loftið í desember 2022 en þar verður m.a. hægt að nálgast upplýsingar um stöðu einstakra sveitarfélaga og sjá stöðu á landsvísu gagnvart tölulegum markmiðum.
Það er á ábyrgð sveitarstjórna hvers og eins sveitarfélags að ná þessum markmiðum skv. lögum og er það þeirra að fylgjast með því hvort þeim er náð eða ekki. Gera þarf grein fyrir stöðu sveitarfélags gagnvart tölulegum markmiðum í svæðisáætlun (gefin út á amk 12 ára fresti) sem Umhverfisstofnun hefur eftirlitshlutverk með að sé gefin út/í gildi og að hún uppfylli skilyrði reglugerðar um meðhöndlun úrgangs.
5. Stefna og stjórnsýsla
Það er hlutverk sveitarstjórnar að ákveða fyrirkomulag á söfnun rekstrarúrgangs innan sveitarfélags og að tiltækir séu farvegir fyrir úrgang sem fellur til innan sveitarfélagsins. Rekstrarúrgangur getur verið mjög mismunandi að eðli og samsetningu. Sem dæmi má nefna úrgang sem fellur til í landbúnaði, byggingar- og niðurrifsúrgang og úrgang sem fellur til í sérhæfðum iðnaði.
Samkvæmt 10 gr. laga nr. 55/2003, sem tóku gildi 1. janúar 2023, er skylda að nota samræmdar merkingar fyrir a.m.k. úrgangstegundirnar pappír og pappa, málma, plast, gler, lífúrgang, textíl og spilliefni. Útfærslan verður útlistuð nánar í reglugerð ráðherra en almennt er horft til þess að samnorræna merkingakerfið fyrir úrgang verði notað.
Umhverfisstofnun heldur utan um úrgangstölfræði alls landsins og tekur saman stöðu markmiða landlægt. Með verkefni bættrar úrgangstölfræði vonast stofnunin til þess að geta veitt áreiðanlega úrgangstölfræði niður á öll sveitarfélög. Stofnunin hefur gefið út Handbók um úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem eru leiðbeiningar til sveitarstjórna um það hvernig skal halda betur utan um úrgangstölfræði sveitarfélagsins og ná settum lögbundnum markmiðum.
Já, stjórnvöld vilja styðja við viðgerðarmenningu með ívilnandi aðgerðum. Aðgerð 19 í stefnu stjórnvalda um meðhöndlun úrgangs snýst um að lækka kostnað almennings við viðgerðir og viðhald og er sú aðgerð í skoðun hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Hringrásar- og velsældarhagkerfið eiga samleið á margan hátt enda krefst innleiðing slíks hagkerfis endurskoðun á gildismati og hvarf frá hefðbundinni nálgun á árangri út frá hagvexti. Í hringrásarhagkerfi er markmiðið að koma í veg fyrir úrgangsmyndun og koma úrgangi sem verður til í endurvinnslu þannig að samfelld hringrás auðlinda haldist. í samfélagi sem byggist á velsæld hlýtur markmiðið einnig að vera að mynda lítinn úrgang en samt njóta hagsældar með því að fara vel með þær auðlindir sem samfélagið býr yfir.
Með því að veita almenningi góðar og aðgengilegar upplýsingar og tryggja það að allir innviðir til flokkunar og annarrar meðhöndlun úrgangs virki sem best fyrir sig.
Í 24 gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, er kveðið sérstaklega á um fræðsluskyldu einstakra aðila til almennings og lögaðila. Umhverfisstofnun er með ríka fræðsluskyldu samkvæmt lögunum en einnig eru sveitarfélögin og Úrvinnslusjóður með fræðsluskyldu. Umhverfisstofnun skal vinna að gerð fræðslu- og upplýsingaefnis í samvinnu við sveitarfélögin, Úrvinnslusjóð, þá sem bera framleiðendaábyrgð, rekstraraðila í úrgangsmálum og aðra eftir því sem við á. Fræðsluhlutverk Úrvinnslusjóðs stækkar með framlengdri framleiðendaábyrgð en úrvinnslugjald sem atvinnulífið greiðir til sjóðsins skal m.a. standa straum af kostnaði við fræðslu- og upplýsingagjöf þessara vara sem bera framlengda framleiðendaábyrgð. Sveitarstjórnir eiga einnig að annast gerð upplýsingaefnis um úrgangsforvarnir og meðferð úrgangs í sveitarfélaginu og fræða almenning, rekstraraðila og handhafa úrgangs um úrgangsmál í samvinnu við heilbrigðisnefndir.
Hirða viðkomandi úrgangsflokka er einungis skylda í þéttbýli, hvort sem er við íbúðarhús eða hjá öðrum lögaðilum. Þróunin er hinsvegar sú að flest sveitarfélög hafa áhuga á að hafa sömu eða sambærilega þjónustu í dreifbýli og þéttbýli. Miða ætti við skilgreiningu á þéttbýli sem fram kemur í skipulagsregluverkinu: Þéttbýli: Þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra.
Það samræmist ekki ákvæðum 1. mgr. 12. gr. laga nr. 103/2021 að safna pappír og pappa, plasti og málmum í sömu tunnu án þess að úrgangsflokkarnir séu aðskildir í tunnunni með einhverjum hætti. Það sama gildir um söfnun pappírs og pappa og plasts í sömu tunnu. Það þýðir þó ekki að svokallað fjögurra tunnu kerfi sé eina lögmæta leiðin. Til að mynda gæti verið mögulegt að fara þá leið að aðskilja úrgangsflokka sem settir eru í sömu tunnu, s.s. með skilrúmi í tunnunni. Jafnframt gæti verið mögulegt að halda úrgangsflokkum aðskildum í sömu tunnu með því að hafa þá í pokum í tunnunni, að því gefnu að frekari flokkun úr tunnunni fari fram í kjölfar söfnunar. Hver sem útfærslan er ber að horfa til markmiða umræddra lagaákvæða og tryggja að úrgangur blandist ekki öðrum úrgangi eða öðrum efniviði með aðra eiginleika og hámarka þannig möguleika til endurnýtingar úrgangsins. Jafnframt er mikilvægt að stuðla ekki að aukinni notkun á plasti og ef farin er síðastnefnda leiðin er þess vegna mikilvægt að leiðbeina íbúum og hvetja þá markvisst til að nýta eftir fremsta megni þá poka sem falla til á flestum heimilum, s.s. poka undan brauði, morgunkorni, kartöflum o.s.frv., fremur en að nota eingöngu nýja poka við flokkunina.
Svæðisáætlunum er skilað inn til Umhverfisstofnunar í gegnum þjónustugátt. Hún er aðgengileg í gegnum island.is og með beinum hætti í gegnum heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Hér getur þú skilað áætluninni inn: https://island.is/svaedisaaetlun-sveitarfelaga
Við skilin er óskað eftir skýringum við ýmis atriði sem tryggja samræmda og góða yfirferð Umhverfisstofnunar á áætluninni.
6. Skilgreiningar
Heimilisúrgangur fellur ekki eingöngu til á heimilum. Eðli málsins samkvæmt telst úrgangur frá heimilum vera heimilisúrgangur en samskonar úrgangur sem fellur til hjá fyrirtækjum og stofnunum telst einnig til heimilisúrgangs, t.d. eldhúsúrgangur frá mötuneytum og kaffistofum.
Lífúrgangur er innan stærra mengis lífræns úrgangs. Allur lífúrgangur er lífrænn úrgangur en ekki allur lífrænn úrgangur er lífúrgangur. Lífúrgangur getur t.d. verið garðaúrgangur, matar- og eldhúsúrgangur frá heimilum, skrifstofum, heildsölum, smásölum, veitingastöðum, mötuneytum og veisluþjónustufyrirtækjum, og sambærilegur úrgangur frá vinnslustöðvum matvæla. En til lífræns úrgangs telst auk lífúrgangs, slátur- og fiskúrgangur, ölgerðarhrat, húsdýraúrgangur, timbur, lýsi, garðyrkjuúrgangur, pappír, pappi og seyra.
Endurvinnsla er mengi undir stærra hugtaki endurnýtingar. Öll endurvinnsla er endurnýting en ekki öll endurnýting er endurvinnsla. Endurvinnsla er betri farleið fyrir úrgang heldur en önnur endurnýting þar sem hún er ofar í forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs sem oft er sett fram myndrænt sem úrgangsþríhyrningurinn.
Grenndarstöð/grenndargámur er staður í nærumhverfi íbúa þar sem eru ílát undir flokkaðan úrgang til endurnýtingar, svo sem pappa, pappír, plast, gler, málma, textíl og skilagjaldsskyldar umbúðir. Oftast eru þessar stöðvar ómannaðar.
Þéttbýli telst vera þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200.
metra.
Óskendurvinnsla er þegar úrgagnshafi setur efni í endurvinnsluílát í þeirri trú að efnið verði endurunnið þegar raunin er sú að efnið skerðir hreinleika straumsins því efnið er ekki hæft til endurvinnslu. Til dæmis þegar blautur eða fitugur pappír utan af mat er settur í pappírsílát.