Alþjóðamál

Alþjóðlegt samstarf verður sífellt mikilvægara og það eru gerðar meiri kröfur um skilvirkni og ávinning af þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Alþjóðavæðingin hefur opnað sveitarfélögum nýja möguleika á samstarfsverkefnum með erlendum aðilum, bæði til þess að læra sjálf og til að miðla af þekkingu sinni.

Aðild Íslands að EES samningum opnar bæði fyrir samstarfstækifæri sveitarfélaga og felur í sér lagaskyldur fyrir þau í gegnum evrópska löggjöf. Samband íslenskra sveitarfélaga annast hagsmunagæslu fyrir íslensk sveitarfélög gagnvart samningnum. Sambandið rekur Evrópuskrifstofu í Brussel til þess að sinna verkefnum á þessu sviði.

Sambandið vinnur einnig að hagsmunum íslenskra sveitarfélaga á alþjóðavettvangi í gegnum aðild sína að alþjóðlegum og evrópskum hagsmunasamtökum sveitarfélaga.

Það á einnig fulltrúa á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins og tekur þátt í samstarfi með norrænum systursamtökum sínum.