Brussel skrifstofan

Samband íslenskra sveitarfélaga rekur skrifstofu í Brussel, en skrifstofan er hluti af þróunar- og alþjóðasviði sambandsins. Starfsemi skrifstofunnar er styrkt af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Meginhlutverk skrifstofunnar er að gæta hagsmuna íslenskra sveitarfélaga gagnvart Evrópusambandinu og í EES-samstarfinu, að sinna upplýsingamiðlun og aðstoða sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra við að nýta sér tækifæri í evrópskum samstarfsáætlunum.

Skrifstofan er staðsett í Evrópuhúsi sveitarfélaga og svæða þar sem eru skrifstofur Evrópusamtaka sveitarfélaga, „CEMR“, sem sambandið á aðild að, og skrifstofur Evrópusamtaka borga, „Eurocities“, sem Reykjavíkurborg á aðild að. Þar eru einnig skrifstofur margra evrópskra systursamtaka sambandsins, þ. á m. þeirra norrænu, baltnesku og skosku.

Forstöðumaður og eini starfsmaður skrifstofunnar er Óttar Freyr Gíslason, ottarfreyr@samband.is, beinn sími er 515 4902.

Brussel-skrifstofa
Samband íslenskra sveitarfélaga
Square de Meeûs 1
B-1000 Brussel
Belgium

Fréttir frá Brussel

Brussel Umhverfis- og tæknimál

Markmið ESB um sjálfbærni og orkunýtingu bygginga

Framkvæmdastjórn ESB leggur mikla áherslu á að ráðist verði í auknar aðgerðir varðandi sjálfbærni og orkunýtni bygginga. Á þessu ári fer fram samráð við hlutaðeigandi aðila varðandi málið, hversu langt eigi að ganga, hversu hratt og hvað skili mestum árangri.
Lesa meira
Brussel Umhverfis- og tæknimál

Hringrásarhagkerfið sett á oddinn í borgum Evrópu

Það þarf að hraða innleiðingu hringrásarhagkerfisins í Evrópu. Þetta er megininntak yfirlýsingar sem hátt í 30 evrópskar borgir hafa undirritað.
Lesa meira
Brussel

Sveitarfélög og stefnumörkun ríkisins um gervigreind

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að vinna tillögur að stefnumörkun um gervigreind. Í því ljósi er vert að rifja upp að Sveitarstjórnarvettvangur EFTA ályktaði um málefni tengd gervigreind á fundi sínum í júní 2019.
Lesa meira