Brussel skrifstofan

Samband íslenskra sveitarfélaga rekur skrifstofu í Brussel, en skrifstofan er hluti af þróunar- og alþjóðasviði sambandsins. Starfsemi skrifstofunnar er styrkt af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Meginhlutverk skrifstofunnar er að gæta hagsmuna íslenskra sveitarfélaga gagnvart Evrópusambandinu og í EES-samstarfinu, að sinna upplýsingamiðlun og aðstoða sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra við að nýta sér tækifæri í evrópskum samstarfsáætlunum.

Skrifstofan er staðsett í Evrópuhúsi sveitarfélaga og svæða þar sem eru skrifstofur Evrópusamtaka sveitarfélaga, „CEMR“, sem sambandið á aðild að, og skrifstofur Evrópusamtaka borga, „Eurocities“, sem Reykjavíkurborg á aðild að. Þar eru einnig skrifstofur margra evrópskra systursamtaka sambandsins, þ. á m. þeirra norrænu, baltnesku og skosku.

Forstöðumaður og eini starfsmaður skrifstofunnar er Óttar Freyr Gíslason, ottarfreyr@samband.is, beinn sími er 515 4902.

Brussel-skrifstofa
Samband íslenskra sveitarfélaga
Square de Meeûs 1
B-1000 Brussel
Belgium

Fréttir frá Brussel

Brussel

Evrópusambandið setur stefnuna á kolefnishlutlausa Evrópu árið 2050

Í loftslagsstefnu Evrópusambandsins er kveðið á um að Evrópa verði kolefnishlutlaus árið 2050. Til þess að ná því markmiði kynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að fyrsta skrefið í þá átt sé að draga úr losun gróðurhúsa lofttegunda í álfunni um 55% árið 2030.
Lesa meira
Brussel Þróunar- og alþjóðamál

Stærsti viðburður sveitarstjórnarstigsins í Evrópu

Stærsti viðburður sveitarstjórnarstigsins í Evrópu fer fram á netinu 5.-20. október 2020
Lesa meira
Brussel

Helstu mál á vettvangi ESB árið 2020

Komið er út ritið Helstu mál á vettvangi ESB árið 2020. Í ritinu er að finna starfsáætlun Framkvæmdastjórnar ESB fyrir árið 2020.
Lesa meira