Brussel skrifstofan

Samband íslenskra sveitarfélaga rekur skrifstofu í Brussel, en skrifstofan er hluti af þróunar- og alþjóðasviði sambandsins. Starfsemi skrifstofunnar er styrkt af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Meginhlutverk skrifstofunnar er að gæta hagsmuna íslenskra sveitarfélaga gagnvart Evrópusambandinu og í EES-samstarfinu, að sinna upplýsingamiðlun og aðstoða sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra við að nýta sér tækifæri í evrópskum samstarfsáætlunum.

Skrifstofan er staðsett í Evrópuhúsi sveitarfélaga og svæða þar sem eru skrifstofur Evrópusamtaka sveitarfélaga, „CEMR“, sem sambandið á aðild að, og skrifstofur Evrópusamtaka borga, „Eurocities“, sem Reykjavíkurborg á aðild að. Þar eru einnig skrifstofur margra evrópskra systursamtaka sambandsins, þ. á m. þeirra norrænu, baltnesku og skosku.

Forstöðumaður og eini starfsmaður skrifstofunnar er Óttar Freyr Gíslason, ottarfreyr@samband.is, beinn sími er 515 4902.

Brussel-skrifstofa
Samband íslenskra sveitarfélaga
Square de Meeûs 1
B-1000 Brussel
Belgium

Fréttir frá Brussel

Brussel Umhverfis- og tæknimál

Ný markmið Íslands í loftslagsmálum á 5 ára afmæli Parísarsáttmálans

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum á leiðtogafundi laugardaginn 12. desember. Fundurinn er haldinn á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Lesa meira
Brussel

Ofbeldi gegn konum og stúlkum er alvarleg birtingarmynd misréttis í borgum og bæjum heimsins

Þessi orð lét Emilia Saiz, forseti Alþjóðasamtaka borga og sveitarfélaga, falla á alþjóðadegi í þágu útrýmingar ofbeldis gagnvart konum. Þá minnti hún á að ofbeldi gagnvart konum og stúlkum hefði aukist verulega í kjölfar Covid-19 faraldursins.
Lesa meira
Brussel Þróunar- og alþjóðamál

Forgangsmál hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu 2020-2021

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt lista yfir forgangsmál hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu 2020-2021. Á listanum eru mál sem eru í undirbúningi á vettvangi ESB og þar sem íslenskir hagsmunir eru sérstaklega í húfi. Þá eru sum málin lengra komin og bíða upptöku í EES-samninginn.
Lesa meira