Brussel skrifstofan

Samband íslenskra sveitarfélaga rekur skrifstofu í Brussel, en skrifstofan er hluti af þróunar- og alþjóðasviði sambandsins. Starfsemi skrifstofunnar er styrkt af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Meginhlutverk skrifstofunnar er að gæta hagsmuna íslenskra sveitarfélaga gagnvart Evrópusambandinu og í EES-samstarfinu, að sinna upplýsingamiðlun og aðstoða sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra við að nýta sér tækifæri í evrópskum samstarfsáætlunum.

Skrifstofan er staðsett í Evrópuhúsi sveitarfélaga og svæða þar sem eru skrifstofur Evrópusamtaka sveitarfélaga, „CEMR“, sem sambandið á aðild að, og skrifstofur Evrópusamtaka borga, „Eurocities“, sem Reykjavíkurborg á aðild að. Þar eru einnig skrifstofur margra evrópskra systursamtaka sambandsins, þ. á m. þeirra norrænu, baltnesku og skosku.

Forstöðumaður og eini starfsmaður skrifstofunnar er Óttar Freyr Gíslason, ottarfreyr@samband.is, beinn sími er 515 4902.

Brussel-skrifstofa
Samband íslenskra sveitarfélaga
Square de Meeûs 1
B-1000 Brussel
Belgium

Fréttir frá Brussel

Brussel Þróunar- og alþjóðamál

Evrópuvika sveitarfélaga og svæða 2022, bæði í Brussel og á netinu

Yfirskrift Evrópuvikunnar í ár er Nýjar áskoranir fyrir samheldni Evrópu, þar sem áhersla verður lögð á málefni sem varða græna og stafræna framþróun, valdeflingu ungs fólks og samheldni álfunnar.
Lesa meira
Brussel Umhverfis- og tæknimál

Reykjavík í hópi 100 evrópskra loftslagsborga

Reykjavíkurborg hefur verið valin sem þátttakandi í Evrópusamstarfi um hundrað kolefnishlutlausar og snjallar borgir.
Lesa meira
Brussel Þróunar- og alþjóðamál

Evrópsk hagsmunasamtök sveitarfélaga – Fréttabréf tileinkað Úkraínu

Fréttabréfinu er ætlað að halda evrópskum sveitarfélögum upplýstum um ástand mála í Úkraínu auk þess að fjalla um það sem evrópsk sveitarfélög eru að gera til að aðstoða sveitarfélög í Úkraínu.
Lesa meira