Evrópuskrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga rekur Evrópuskrifstofu í Brussel, en skrifstofan er hluti af þróunar- og alþjóðasviði sambandsins. Starfsemi skrifstofunnar er styrkt af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Meginhlutverk skrifstofunnar er að gæta hagsmuna íslenskra sveitarfélaga gagnvart Evrópusambandinu og í EES-samstarfinu, að sinna upplýsingamiðlun og aðstoða sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra við að nýta sér tækifæri í evrópskum samstarfsáætlunum.

Evrópuskrifstofan er staðsett í Evrópuhúsi sveitarfélaga og svæða þar sem eru skrifstofur Evrópusamtaka sveitarfélaga, „CEMR“, sem sambandið á aðild að, og skrifstofur Evrópusamtaka borga, „Eurocities“, sem Reykjavíkurborg á aðild að. Þar eru einnig skrifstofur margra evrópskra systursamtaka sambandsins, þ. á m. þeirra norrænu, baltnesku og skosku.

Forstöðumaður og eini starfsmaður Evrópuskrifstofunnar er Óttar Freyr Gíslason, ottarfreyr@samband.is, beinn sími er 515 4902.

Evrópuskrifstofa
Sambands íslenskra sveitarfélaga
Square de Meeûs 1
B-1000 Brussel
Belgium

Fréttir frá Brussel

Brussel Þróunar- og alþjóðamál

Matarsóun og gæði jarðvegs til umfjöllunar

Sveitarstjórnarvettvangur EES EFTA kom saman í Brussel dagana 6.-7. desember 2023. Að þessu sinni voru matarsóun og gæði jarðvegs helstu umfjöllunarefni vettvangsins.
Lesa meira
Brussel Þróunar- og alþjóðamál

Vefnámskeið um EFTA og EES-samninginn

Þann 28. september heldur EFTA-skrifstofan í Brussel námskeið um EES-samstarfið og daglegan rekstur EES-samningsins.
Lesa meira
Brussel Þróunar- og alþjóðamál

Aukið samstarf og markvissari viðbrögð vegna stöðu mála í Evrópu

Á fundi hagsmunasamtaka sveitarfélaga í Evrópu sem haldinn var í Tiblisi í Georgíu á dögunum var meðal umræðuefna að krísur eru um þessar mundir ekki undantekning heldur viðvarandi ástand.
Lesa meira