Brussel skrifstofan

Samband íslenskra sveitarfélaga rekur skrifstofu í Brussel, en skrifstofan er hluti af þróunar- og alþjóðasviði sambandsins. Starfsemi skrifstofunnar er styrkt af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Meginhlutverk skrifstofunnar er að gæta hagsmuna íslenskra sveitarfélaga gagnvart Evrópusambandinu og í EES-samstarfinu, að sinna upplýsingamiðlun og aðstoða sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra við að nýta sér tækifæri í evrópskum samstarfsáætlunum.

Skrifstofan er staðsett í Evrópuhúsi sveitarfélaga og svæða þar sem eru skrifstofur Evrópusamtaka sveitarfélaga, „CEMR“, sem sambandið á aðild að, og skrifstofur Evrópusamtaka borga, „Eurocities“, sem Reykjavíkurborg á aðild að. Þar eru einnig skrifstofur margra evrópskra systursamtaka sambandsins, þ. á m. þeirra norrænu, baltnesku og skosku.

Forstöðumaður og eini starfsmaður skrifstofunnar er Óttar Freyr Gíslason, ottarfreyr@samband.is, beinn sími er 515 4902.

Brussel-skrifstofa
Samband íslenskra sveitarfélaga
Square de Meeûs 1
B-1000 Brussel
Belgium

Fréttir frá Brussel

Brussel Þróunar- og alþjóðamál

Ný tækifæri – Opnunarhátíð Evrópusamstarfs

Ný tækifæri í Evrópusamstarfi verða kynnt í beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu 15. apríl kl. 14:00-16:00 þegar nýrri kynslóð samstarfsáætlana ESB verður hleypt af stokkunum.
Lesa meira
Brussel Umhverfis- og tæknimál

Flokkunarkerfi ESB sem skilgreinir hvort atvinnustarfsemi er sjálfbær eða ekki

ESB hefur sett á fót flokkunarkerfi sem skilgreinir hvort atvinnustarfsemi er sjálfbær eða ekki. Flokkunarkerfið er sagt vera lykilskref í átt að markmiði ESB um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og brýn aðgerð í aðgerðaáætlun ESB á sviði sjálfbærra fjármála.
Lesa meira
Brussel Umhverfis- og tæknimál

Afstaða Evrópuþingsins gagnvart hringrásarhagkerfinu

Framkvæmdastjórn ESB vinnur samkvæmt aðgerðaáætlun um innleiðingu hringrásarhagkerfisins sem gefin var út í mars 2020. Hún leysir af hólmi áætlun sem ríki ESB hafa starfað eftir frá 2015.
Lesa meira