Brussel skrifstofan

Samband íslenskra sveitarfélaga rekur skrifstofu í Brussel, en skrifstofan er hluti af þróunar- og alþjóðasviði sambandsins. Starfsemi skrifstofunnar er styrkt af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Meginhlutverk skrifstofunnar er að gæta hagsmuna íslenskra sveitarfélaga gagnvart Evrópusambandinu og í EES-samstarfinu, að sinna upplýsingamiðlun og aðstoða sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra við að nýta sér tækifæri í evrópskum samstarfsáætlunum.

Skrifstofan er staðsett í Evrópuhúsi sveitarfélaga og svæða þar sem eru skrifstofur Evrópusamtaka sveitarfélaga, „CEMR“, sem sambandið á aðild að, og skrifstofur Evrópusamtaka borga, „Eurocities“, sem Reykjavíkurborg á aðild að. Þar eru einnig skrifstofur margra evrópskra systursamtaka sambandsins, þ. á m. þeirra norrænu, baltnesku og skosku.

Forstöðumaður og eini starfsmaður skrifstofunnar er Óttar Freyr Gíslason, ottarfreyr@samband.is, beinn sími er 515 4902.

Brussel-skrifstofa
Samband íslenskra sveitarfélaga
Square de Meeûs 1
B-1000 Brussel
Belgium

Fréttir frá Brussel

Brussel Þróunar- og alþjóðamál

Stærsti árlegi viðburður sveitarstjórnarstigsins í Evrópu

Evrópuvika sveitarfélaga - European Week of Regions and Cities - fer fram dagana 11.-14. október 2021. Að þessu sinni er hún alfarið á netinu og því kjörið tækifæri fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn að taka þátt.
Lesa meira
Brussel Umhverfis- og tæknimál

Að hvaða leyti hafa aðgerðir ESB í loftslagsmálum áhrif á íslensk sveitarfélög?

Loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kom út á dögunum og þar er dregin upp dökk mynd af stöðu mála. Við það tækifæri sagði Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs íslenskra stjórnvalda, að „næsti áratugur verði úrslitaáratugur“.
Lesa meira
Brussel Skipulags- og byggðamál

Framtíðarsýn ESB fyrir landsbyggðir Evrópu

Evrópusambandið kynnti á dögunum framtíðarsýn ESB fyrir landsbyggðir álfunnar. Af því tilefni sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að það séu landsbyggðirnar sem binda saman samfélög Evrópu og þar sé að finna séreinkenni okkar og efnahagsleg tækifæri.
Lesa meira