Evrópuskrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga rekur Evrópuskrifstofu í Brussel, en skrifstofan er hluti af þróunar- og alþjóðasviði sambandsins. Starfsemi skrifstofunnar er styrkt af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Meginhlutverk skrifstofunnar er að gæta hagsmuna íslenskra sveitarfélaga gagnvart Evrópusambandinu og í EES-samstarfinu, að sinna upplýsingamiðlun og aðstoða sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra við að nýta sér tækifæri í evrópskum samstarfsáætlunum.

Evrópuskrifstofan er staðsett í Evrópuhúsi sveitarfélaga og svæða þar sem eru skrifstofur Evrópusamtaka sveitarfélaga, „CEMR“, sem sambandið á aðild að, og skrifstofur Evrópusamtaka borga, „Eurocities“, sem Reykjavíkurborg á aðild að. Þar eru einnig skrifstofur margra evrópskra systursamtaka sambandsins, þ. á m. þeirra norrænu, baltnesku og skosku.

Forstöðumaður og eini starfsmaður Evrópuskrifstofunnar er Óttar Freyr Gíslason, ottarfreyr@samband.is, beinn sími er 515 4902.

Evrópuskrifstofa
Sambands íslenskra sveitarfélaga
Square de Meeûs 1
B-1000 Brussel
Belgium

Fréttir frá Brussel

Brussel Þróunar- og alþjóðamál

Opið fyrir umsóknir ungs fólks á Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins

Sambandið tilnefnir þrjá kjörna fulltrúa til að taka þátt í Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins sem kemur saman í Strasbourg tvisvar á ári. Ungmennafulltrúar eru orðnir ómissandi þáttur í þingum Sveitarstjórnarþingsins.
Lesa meira
Brussel Umhverfis- og tæknimál

Sveitarstjórnarvettvangur EES EFTA ályktar um nýja fráveitutilskipun ESB

Sveitarstjórnarvettvangur EES EFTA kom saman í Brussel dagana 1.-2. desember 2022 í fyrsta skipti eftir Covid. Helstu mál á dagskrá voru endurskoðun fráveitutilskipunar ESB og tillögur að tilskipun er snýr að því að auka jafnrétti kynjanna með því að tryggja að sömu laun séu geidd fyrir sömu störf.
Lesa meira
Brussel Þróunar- og alþjóðamál

Evrópuvika sveitarfélaga og svæða 2022, bæði í Brussel og á netinu

Yfirskrift Evrópuvikunnar í ár er Nýjar áskoranir fyrir samheldni Evrópu, þar sem áhersla verður lögð á málefni sem varða græna og stafræna framþróun, valdeflingu ungs fólks og samheldni álfunnar.
Lesa meira