Vefnámskeið um EFTA og EES-samninginn

Þann 28. september heldur EFTA-skrifstofan í Brussel námskeið um EES-samstarfið og daglegan rekstur EES-samningsins.

Námskeiðið er tvíþætt: i) Um morguninn veita sérfræðingar innsýn inn í áskoranir og áherslur í EES-samstarfinu og fjalla um störf EFTA-skrifstofunnar, Eftirlitsstofnunar EFTA, EFTA-dómstólsins og Uppbyggingarsjóðs EES. Hægt verður að fylgjast með fyrirlestrunum á netinu í gegnum streymi. ii) Í eftirmiðdaginn velja þátttakendur sér tvær málstofur þar sem rætt verður saman í minni hópum, en sá hluti fer ekki fram á netinu.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu EFTA. Þar er einnig hægt að skrá sig og nálgast dagskrána.