Skipulags- og byggðamál

Sveitarfélögin sinna þýðingarmiklu hlutverki í skipulagsmálum og byggðaþróun. Í skipulagsáætlunum sveitarfélaga birtist stefnumörkun sveitarstjórnar til a.m.k. 12 ára í senn um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar í sveitarfélaginu.