Erlent samstarf sambandsins

Sambandið á aðild að stærstu regnhlífarsamtökum evrópskra sveitarfélaga, CEMR, og stærstu alþjóðasamtökum sveitarfélaga og borga, U.C.L.G. Sambandið tilnefnir fulltrúa á Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins. Þá á sambandið einnig samstarf við norræn systursambönd sín.

Starfandi eru tengiliðahópar sérfræðinga norrænu sveitarfélagasambandanna á ýmsum sviðum, t.d. á sviði vinnumarkaðsmála, fjármála, lýðræðis- og stjórnunar, um málefni flóttamanna og innflytjenda, um löggjafarmál, svo og alþjóðamál sem baltnesku sveitarfélagasamböndin eru líka aðilar að. Þessi tengsl eru mjög mikilvæg þar sem löggjöf og menning eru svipuð í löndunum og því góðar forsendur fyrir þekkingaryfirfærslu, ekki síst fyrir sambandið að njóta góðs af reynslu og mannauði norrænu systursambandanna.

Nánar um erlend samstarfsverkefni sveitarfélaga.

Fulltrúar sambandsins í Stefnumótandi nefnd CEMR (Evrópusamtök sveitarfélaga og héraða)

  • Heiða Björg Hilmisdóttir, Reykjavíkurborg
  • Margrét Sanders, Reykjanesbær
  • Einar Þorsteinsson, Reykjavíkurborg

Fulltrúar sambandsins á Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins

  • Hildur Björnsdóttir, Reykjavíkurborg
  • Jón Björn Hákonarson, Fjarðabyggð
  • Walter Fannar Kristjánsson, Flóahreppi

Fulltrúi sambandsins í Heimsráði (World Council) Alþjóðasamtaka sveitarfélaga

  • Heiða Björg Hilmisdóttir, Reykjavíkurborg