Erlent samstarf sambandsins

Sambandið á ýmis konar samstarf við norræn systursambönd sín. Þannig eru starfandi tengiliðahópar sérfræðinga norrænu sambandanna á nokkrum sviðum, t.d. á sviði vinnumarkaðsmála, lýðræðis- og stjórnunar, um málefni flóttamanna og innflytjenda, um löggjafarmál, svo og alþjóðamál sem baltnesku sveitarfélagasamböndin eru líka aðilar að. Þessi tengsl eru mjög mikilvæg þar sem löggjöf og menning eru svipuð í löndunum og því góðar forsendur fyrir þekkingaryfirfærslu, ekki síst fyrir sambandið að njóta góðs af reynslu og mannauði norrænu systursambandanna.

Sambandið á líka aðild að stærstu regnhlífarsamtökum evrópskra sveitarfélaga, CEMR, og stærstu alþjóðasamtökum þeirra U.C.L.G.