Erlend samstarfsverkefni

Alþjóðleg samtök borga og sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að Alþjóðlegum samtökum borga og sveitarfélaga, „United Cities and Local Governments“ (UCLG). Samtökin eru stærstu samtök sveitarfélaga og borga í heimi. Markmið samtakanna er að vera: „the united voice and world advocate of democratic local self government, promoting its values, objectives and interests, through cooperation between local governments, and within the wider international community“.

Af þessu leiðir að samtökin vinna að því að styrkja stöðu sveitarstjórnarstigsins gagnvart Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðabankanum. Þau leggja áherslu á að vekja athygli á hlutverki sveitarfélaga og borga í hnattrænu þróunarstarfi, þar með talið Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þau vinna að því að fá stuðning við hugmyndir um sjálfstjórn sveitarfélaga og dreifstýringu. Þau leitast við að styrkja staðbundið lýðræði á hnattræna vísu, styðja uppbyggingu landssambanda sveitarfélaga og að byggja upp og viðhalda gagnagrunni um staðbundið lýðræði.

Evrópusamtök sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að Evrópusamtökum sveitarfélaga, „The Council of European Municipalities and regions“ (CEMR). Samtökin eru stærstu samtök sveitarstjórnarstigsins í Evrópu. Aðild að þeim eiga yfir 50 landssambönd bæja, sveitarfélaga og héraða frá 39 löndum Evrópu. Samtökin eru í fyrirsvari fyrir um 100.000 sveitarfélög og héruð í Evrópu.

Samtökin vinna að framgangi hugsjóna um sameinaða Evrópu sem grundvallist á sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga og héraða og lýðræðislegum gildum. Til þess að ná þessu markmiði leitast samtökin við að hafa áhrif á framtíð Evrópu með því að koma framlagi sveitarfélaga og héraða á framfæri, með því að hafa áhrif á evrópska löggjöf og stefnumótun, og með því að láta sveitarfélög og héruð skiptast á reynslu og stofna til samstarfs milli þeirra og aðila frá öðrum heimshlutum.

CEMR lýtur pólitískri yfirstjórn sem samanstendur af stefnumótunarnefnd, „Policy Committee“, sem heldur venjulega fundi tvisvar á ári. Það er aðal stjórnunarvettvangur CEMR. Öll aðildarríki CEMR eiga fulltrúa í nefndinni. Stjórn sambandsins tilnefnir þrjá fulltrúa til að taka þátt í störfum nefndarinnar.

Á fundi stefnumótunarnefndar í janúar 2020 var valin ný yfirstjórn til næstu þriggja ára. Hún er skipuð 10 konum og 10 körlum og endurspeglar pólitíska og landfræðilega breidd í Evrópu og jafna stöðu kynjanna. Sambandið á aðild að yfirstjórn samtakanna í fyrsta sinn þar sem Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga var valin í framkvæmdaráð samtakanna sem fulltrúi Norðurlandanna.

Hin nýja yfirstjórn mun vinna að framgangi stefnumála CEMR næstu þrjú árin, m.a. að því að koma á framfæri sjónarmiðum evrópskra sveitarfélaga og svæða í tengslum við boðaðar umbætur á ESB. Annað stórt mál er að vinna að staðfæringu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Aðalhagsmunastarf CEMR fer fram í vinnuhópum sem spanna helstu áherslusvið samtakanna. Hóparnir hittast flestir tvisvar á ári. Oftast eru það starfsmenn sveitarfélagasamtaka í Brussel eða sérfræðingar þeirra að heiman, sem taka þátt í fundum þessara hópa. Sambandið hefur tilnefnt sérfræðinga sem tengiliði við einstaka vinnuhópa CEMR og eru mikilvægustu fundirnir sóttir af þeim eða starfsmanni Brussel skrifstofu sambandsins.

Erlendar samstarfsstofnanir

Alþjóðleg samtök borga og sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að Alþjóðlegum samtökum borga og sveitarfélaga, „United Cities and Local Governments“ (UCLG). Samtökin eru stærstu samtök sveitarfélaga og borga í heimi. Markmið samtakanna er að vera: „the united voice and world advocate of democratic local self government, promoting its values, objectives and interests, through cooperation between local governments, and within the wider international community“.

Af þessu leiðir að samtökin vinna að því að styrkja stöðu sveitarstjórnarstigsins gagnvart Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðabankanum. Þau leggja áherslu á að vekja athygli á hlutverki sveitarfélaga og borga í hnattrænu þróunarstarfi, þar með talið Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þau vinna að því að fá stuðning við hugmyndir um sjálfstjórn sveitarfélaga og dreifstýringu. Þau leitast við að styrkja staðbundið lýðræði á hnattræna vísu, styðja uppbyggingu landssambanda sveitarfélaga og að byggja upp og viðhalda gagnagrunni um staðbundið lýðræði.

Vefsíða: https://www.uclg.org/

Evrópusamtök sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að Evrópusamtökum sveitarfélaga, „The Council of European Municipalities and regions“ (CEMR). Samtökin eru stærstu samtök sveitarstjórnarstigsins í Evrópu. Aðild að þeim eiga yfir 50 landssambönd bæja, sveitarfélaga og héraða frá 39 löndum Evrópu. Samtökin eru í fyrirsvari fyrir um 100.000 sveitarfélög og héruð í Evrópu.

Samtökin vinna að framgangi hugsjóna um sameinaða Evrópu sem grundvallist á sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga og héraða og lýðræðislegum gildum. Til þess að ná þessu markmiði leitast samtökin við að hafa áhrif á framtíð Evrópu með því að koma framlagi sveitarfélaga og héraða á framfæri, með því að hafa áhrif á evrópska löggjöf og stefnumótun, og með því að láta sveitarfélög og héruð skiptast á reynslu og stofna til samstarfs milli þeirra og aðila frá öðrum heimshlutum.

CEMR lýtur pólitískri yfirstjórn sem samanstendur af stefnumótunarnefnd, „Policy Committee“, sem heldur venjulega fundi tvisvar á ári. Það er aðal stjórnunarvettvangur CEMR. Öll aðildarríki CEMR eiga fulltrúa í nefndinni. Stjórn sambandsins tilnefnir þrjá fulltrúa til að taka þátt í störfum nefndarinnar.

Á fundi stefnumótunarnefndar í janúar 2020 var valin ný yfirstjórn til næstu þriggja ára. Hún er skipuð 10 konum og 10 körlum og endurspeglar pólitíska og landfræðilega breidd í Evrópu og jafna stöðu kynjanna. Sambandið á aðild að yfirstjórn samtakanna í fyrsta sinn þar sem Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga var valin í framkvæmdaráð samtakanna sem fulltrúi Norðurlandanna.

Hin nýja yfirstjórn mun vinna að framgangi stefnumála CEMR næstu þrjú árin, m.a. að því að koma á framfæri sjónarmiðum evrópskra sveitarfélaga og svæða í tengslum við boðaðar umbætur á ESB. Annað stórt mál er að vinna að staðfæringu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Aðalhagsmunastarf CEMR fer fram í vinnuhópum sem spanna helstu áherslusvið samtakanna. Hóparnir hittast flestir tvisvar á ári. Oftast eru það starfsmenn sveitarfélagasamtaka í Brussel eða sérfræðingar þeirra að heiman, sem taka þátt í fundum þessara hópa. Sambandið hefur tilnefnt sérfræðinga sem tengiliði við einstaka vinnuhópa CEMR og eru mikilvægustu fundirnir sóttir af þeim eða starfsmanni Brussel skrifstofu sambandsins.

Vefsíða: https://ccre.org/

Evrópsk hagsmunasamtök á sviði félagsþjónustu

European Social Network

Samband íslenskra sveitarfélaga er aðili að „European Social Network“ sem eru samtök stjórnenda á sviði velferðarþjónustu í Evrópu. Aðilar að samtökunum eru um 100 talsins og koma frá 32 löndum.

Vefsíða samtakanna https://www.esn-eu.org/

Evrópsk samtök í úrgangsmálum

Municipal Waste Europe eru evrópsk regnhlífarsamtökin sem standa fyrir ábyrga úrgangsstjórnun. Meðlimirnir eru landssambönd svæðisbundinna stjórnvalda í úrgangsmálum og sambærileg landsbundin eða svæðisbundin samtök. Samband íslenskra sveitarfélaga er aðili að samtökunum.