Samræmd fræðsla og upplýsingagjöf sem ein undirstaða hringrásarhagkerfis

Samband íslenskra sveitarfélaga efnir til opins fjarfundar undir yfirskriftinni Samræmd fræðsla og upplýsingagjöf sem ein undirstaða hringrásarhagkerfismiðvikudaginn 22. mars kl. 10:00 til 11:30. Fundurinn er annar fundurinn á árinu í fundarröð sambandsins undir hatti átaksins Samtaka um hringrásarhagkerfi.

Tilefnið eru breytingar á ýmsum lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis sem innleiddar voru í íslenskt regluverk í júní 2021 og komu til framkvæmda um síðustu áramót. Í lögunum er lögð áhersla á fræðslu til almennings og lögaðila og bera Umhverfisstofnun, sveitarfélög, Úrvinnslusjóður og Endurvinnslan ábyrgð á að þeirri skyldu sé framfylgt. Á fundinum verður kynnt sú fræðsla sem lykilaðilar til að koma á hringrásarhagkerfi munu standa fyrir á næstunni.   

Umræðustjóri er Freyr Eyjólfsson, fjölmiðlamaður og sérfræðingur SORPU bs.

Opnun
Freyr Eyjólfsson fundarstjór
Allan hringinn – sameiginleg auglýsingaherferð um nýtt fyrirkomulag á úrgangsflokkun.
Hugrún Geirsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Sérsöfnun og samræming á höfuðborgarsvæðinu (og Suðurnesjum). Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU.
Við viljum vera með.
Arnheiður Hjörleifsdóttir, umhverfisfræðingur og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar.
Kubbur er minn hirðir.
Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri og Valgerður María Þorsteinsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar.
Áherslur Úrvinnslusjóðs í kynningar- og fræðslumálum.
Nánar síðar
Skilakerfi drykkjarumbúða í hringrásarhagkerfi.
Helgi Lárusson, framkvæmdastjór Endurvinnslunnar ehf.
Endurvinnsla veiðarfæra.
Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Umræður