2. hluti: Kaup í anda hringrásarhagkerfis – innkaup í úrgangstjórnun sveitarfélaga

SAMTAKA UM HRINGRÁSARHAGKERFI

Innkaup í anda hringrásarhagkerfis – innkaup í úrgangstjórnun sveitarfélaga

Þetta er annað verkefnið af þremur um úrgangsstjórnun sveitarfélaga og innleiðingu hringrásarhagkerfis. Verkefnið kallast „Kaup í anda hringrásarhagkerfisins - innkaup í úrgangsstjórnun sveitarfélaga“. Þessi annar hluti verkefnisins snýr að innkaupum sveitarfélaga á þjónustu, vörum og framkvæmdum í úrgangsmálum.

Lögð verður áhersla á útboð á þjónustu við söfnun og aðra meðhöndlun úrgangs sem á eftir kemur, hvort sem er við heimili íbúa eða á grenndarstöðvum, söfnunar- og/eða móttökustöðvum  og að tryggja að nýlegar lagabreytingar rati inn í innkaup sveitarfélaga. Annarsvegar verður unnið með lagaleg úrlausnarefni og leiðbeiningar um góða starfshætti við opinber innkaup og hins vegar innkaupagreiningu með hliðsjón af þeim lagalegu kröfum í úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem koma til framkvæmda 1. janúar 2023.

Þátttaka í verkefninu er án endurgjalds. Þau sveitarfélög sem ákveða að taka þátt fá:

  1. Tækifæri til að endurspegla stöðuna á sínu svæði í kynningarefni og umræðum.
  2. Greinargerð ráðgjafa með niðurstöðum vinnulota sem þátttakendur fá aðgang að.

Í kjölfarið verða unnar leiðbeiningar eða sniðmát að útboðsgögnum sem ráðgjafar vinna upp úr fyrirmyndum erlendis, kynningarefni og niðurstöðum umræðuhópa.

Helstu vörður eru tilgreindar í mynd 1 og helstu tímasetningar eru eftirfarandi:

Mynd: Helstu vörður verkhluta er varðar samstarf um framkvæmd innkaupa fyrir söfnun og aðra meðhöndlun úrgangs.

Fyrirkomulag funda og afurðir verkefnisins

Sveitarfélögum sem taka þátt í verkefninu stendur til boða fræðsla um ábyrgð sveitarfélaga á úrgangsstjórnun og opinber innkaup með áherslu á meðhöndlun úrgangs bæði kjörna fulltrúa og lykilstarfsfólk sveitarfélaganna en einnig ráðgjöfum sem sveitarfélögin hafa á sínum vegum.

Umræður verða um:

  • Hvaða leiðir eru færar og hvaða möguleikar eru á auknu samstarfi milli sveitarfélaga.
  • Framkvæmd innkaupa þá sér í lagi, gerð útboðsgagna og innkaupasamninga.

Hvaða þætti er mikilvægt að hafa í útboðsgögnum og samningum til að sveitarfélög nái að uppfylla skyldur sínar og nái markmiðum um meðhöndlun úrgangs.

Stórt verkefni – skammur tími til stefnu

Sveitarfélög gegna veigamiklu hlutverki í úrgangsstjórnun og innleiðingu hringrásarhagkerfis. Nýjar kröfur í regluverki úrgangsmála fela í sér áskorun fyrir flest sveitarfélög sem nú vinna af kappi að því að innleiða breytingarnar fyrir 1. janúar 2023.

Sambandið hefur komið að og haft umsjón með ýmsum stuðningsverkefnum í tengslum við breytt lagaumhverfi í úrgangsmálum. Nýlega kynnti sambandið t.a.m. greinagerð um breytta innheimtu fyrir meðhöndlun úrgangs auk þess sem unnið er að gerð handbókar fyrir svæðisáætlanir sveitarfélaga. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki í apríl.

Þrískipt verkefni

Samhliða verkefninu „Kaup í anda hringrásarhagkerfis – innkaup í úrgangstjórnun sveitarfélaga“ hefur sambandið umsjón með tveimur öðrum verkefnum um úrgangsstjórnun sveitarfélaga, sem sveitarfélögum verður boðin þátttaka í. Annað er „Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku“ í úrgangsstjórnun sveitarfélaga“ og hitt ,,Borgað þegar hent er kerfi heim í hérað“.