Samtaka um hringrásarhagkerfið – upphafsfundur

Samband íslenskra sveitarfélaga efnir til upphafsfundar átaksins ,,Samtaka um hringrásarhagkerfið“ á Teams þann 16. mars nk. kl. 10:00-12:00.

Upptaka frá fundinum.

  1. Opnun, Freyr Eyjólfsson fundarstjóri.
  2. Ávarp, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
  3. Ávarp, Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  4. Breytingarnar 1. janúar 2023, Ísak Már Jóhannesson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
  5. Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku, Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur Environice.
  6. Handbókarvinnan og kaup í anda hringrásarhagkerfis, Bryndís Skúladóttir sérfræðingur hjá VSÓ.
  7. Borgað þegar hent er heim í hérað, Hafþór Ægir Sigurjónsson, verkefnastjóri á ráðgjafarsviði KPMG.
  8. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu, Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins.
  9. Framtíðarlausn fyrir brennanlegan úrgang, Helgi Þór Ingason prófessor og verkefnisstjóri forverkefnis.
  10. Umræður
  11. Lokaorð, fundarstjóri

 

,,Samtaka um hringrásarhagkerfið“ skiptist í þrjá verkefnahluta, sem allir hafa það hlutverk að renna styrkari stoðum undir innleiðingu hringrásarhagkerfið hérlendis. Þessir verkefnahlutar eru taldir upp hér að neðan en útbúin hefur verið vefsíða um allt verkefnið hér.