Kaup í anda hringrásarhagkerfis – innkaup í úrgangsstjórnun sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitafélaga bauð fulltrúum sveitarfélaga sem skráð höfðu þátttöku í átakinu Samtaka um hringrásarhagkerfi  til kynningar- og vinnufundar á TEAMS þann 31. maí 2022 9:00-12:00. Efni fundarins var: Kaup í anda hringrásarhagkerfis – innkaup í úrgangstjórnun sveitarfélaga. Fundurinn var ætlaður bæði kjörnum fulltrúum og lykilstarfsfólki í fjár- og innkaupamálum og úrgangsstjórnun sveitarfélaga. Æskilegt var að minnst tveir frá hverju sveitarfélagi sæktu fundinn.

Þessi hluti verkefnisins snýr að innkaupum sveitarfélaga á þjónustu, vörum og framkvæmdum í úrgangsmálum. Lögð var áhersla á útboð á þjónustu við söfnun og aðra meðhöndlun úrgangs sem á eftir kemur, hvort sem er við heimili íbúa eða á grenndarstöðvum, söfnunar- og/eða móttökustöðvum  og að tryggja að nýlegar lagabreytingar rati inn í innkaup sveitarfélaga. Annarsvegar var unnið með lagaleg úrlausnarefni og leiðbeiningar um góða starfshætti við opinber innkaup og hins vegar innkaupagreiningu með hliðsjón af þeim lagalegu kröfum í úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem koma til framkvæmda 1. janúar 2023.

Kynningar- og vinnufundurinn var haldin þann 31. maí, klukkan 9:00-12:00.

Samantekt frá fundinum

  • Opnun
    fundarstjóri Freyr Eyjólfsson.
  • Samtaka um hringrásarhagkerfi og hlutverk sveitarfélaga  
    Eygerður Margrétardóttir, sérfræðingur Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  • Kaup í anda hringrásarhagkerfis
    Bryndís Skúladóttir, sérfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf.
  • Framkvæmd útboða fyrir úrgangsþjónustu
    Birgir Örn Birgisson, lögfræðingur hjá Consensa.
  • Dæmisögur frá sveitarfélögum um þeirra innkaup.
  • Vinnustofa um innkaup í úrgangsstjórnun.
  • Samantekt
    fundarstjóri.

 Við báðum þátttakendur að kynna sér eftirfarandi efni fyrir fundinn:

Þátttaka í verkefninu var án endurgjalds. Þau sveitarfélög sem tóku þátt fengu:

  • Tækifæri til að endurspegla stöðuna á sínu svæði í kynningarefni og umræðum.
  • Greinargerð ráðgjafa með niðurstöðum vinnulota sem þátttakendur fá aðgang að.
  • Í kjölfarið voru unnar leiðbeiningar eða sniðmát að útboðsgögnum sem ráðgjafar vinna upp úr fyrirmyndum erlendis, kynningarefni og niðurstöðum umræðuhópa.

Nánari upplýsingar veittu: