Samtaka um hringrásarhagkerfi – réttur farvegur til framtíðar

Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga efndu til ráðstefnu um hringrásarhagkerfið sem fram fer föstudaginn 7. október 2000 frá kl. 10:00 til 15:30. Tilefnið er útgáfa handbókar um úrgangsstjórnun sveitarfélaga og átaksverkefnið Samtaka um hringrásarhagkerfi. Ráðstefnan var haldin í Hvammi að Grand Hótel í Reykjavík og var honum einnig streymt.

Boðið var upp á hádegismat og kaffiveitingar á meðan ráðstefnunni stóð.

10:00 Salur opnar
10:15 Ráðstefnustjóri opnar ráðstefnu
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar
10:20 Ávarp Sambands íslenskra sveitarfélaga
Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins
10:30 Handbók – að skilja kjarnann frá hisminu
Bryndís Skúladóttir, sérfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf
10:45 K A F F I H L É
10:55 Ávarp ráðherra og spurningar úr sal
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
11:10 Ávarp forstjóra Umhverfisstofnunar
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
11:20 Úrgangsstjórnun á Íslandi: Mismunandi kostnaður sveitarfélaga
Guðmundur Kristján Óskarsson, dósent við Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri
11:35 Reynslusaga sveitarfélags
Rut Jónsdóttir Akureyrarbæ og Hrafnhildur Tryggvadóttir Borgarbyggð
11:45 Samræming og samstarf á höfuðborgarsvæðinu
Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins
12:00 Hvar erum við stödd? – Kynning á niðurstöðum könnunar
Eygerður Margrétardóttir, sérfræðingur í umhveris- og úrgangsmálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
12:15 H Á D E G I S H L É
13:00 Svæðisáætlanir sveitarfélaga – í skugga óvissu um reglur og tölur
Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur Environice
13:15 Reynslusaga sveitarfélags
Margrét Ólöf Sveinsdóttir Múlaþingi og Anna Karen Sigurjónsdóttir Reykjanesbæ
13:25 Innkaup í anda hringrásarhagkerfisins
Bryndís Skúladóttir, sérfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf
13:40 Borgað þegar hent er
Hjálmur Hjálmsson, ráðgjafi hjá KPMG
13:55 Reynslusaga sveitarfélags
Friðrik Klingbell Gunnarsson Reykjavíkurborg og Steinar Sigurjónsson, Grímsnes- og Grafningshreppi
14:05 K A F F I H L É
14:15 Hugmyndir og leiðir að breyttri innheimtu – umræðuhópar
15:15 Samantekt
Ráðstefnustjóri

Streymi frá ráðstefnunni á Grand hóteli. Útsending hefs kl. 10:00 föstudaginn 7. október.

Viðfangsefni ráðstefnu

Handbók um úrgangsstjórn sveitarfélaga er unninn á grunni aðgerða sem tilgreindar eru í stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum, Í átt að hringrásarhagkerfi, sem gefin var út árið 2021. Verkefnið er á ábyrgð Sambands íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar. Í handbókinni er fjallað um leiðir að markvissri og bættri úrgangsstjórnun sveitarfélaga í samræmi við markmið sem sett hafa verið í tengslum við innleiðingu hringrásarhagkerfis. Farið er yfir skyldur sveitarfélaga í málaflokknum og ýmis úrræði sem þau hafa heimild til að beita. Jafnframt eru leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um gerð svæðisáætlana hluti af handbókinni og umfjöllun um hvernig sveitarfélög geta í auknum mæli nýtt svæðisáætlanagerð til að skapa framtíðarsýn og taka ákvarðanir sem tryggja virka úrgangsstjórnun.

Átakið Samtaka um hringrásarhagkerfi hefur frá því í mars gert víðreist um landið og hitt fyrir sveitarstjórnarfólk og lykilstarfsmenn í úrgangsmálum. Átakið setti Samband íslenskra sveitarfélaga á fót með aðstoð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða þær miklu breytingar sem innleiddar voru í íslenskt regluverk í júní 2021 og koma til framkvæmda 1. janúar 2023.  Verkefnið skiptist í þrjá verkefnahluta, sem allir hafa það hlutverk að renna styrkari stoðum undir innleiðingu hringrásarhagkerfið hérlendis. Farið verður yfir vinnuna og stöðu átaksins.

Þessi ráðstefna er ætluð kjörnum fulltrúum, lykilstarfsfólki í fjár- og innkaupamálum og úrgangsstjórnun sveitarfélaga, ráðgjöfum, þjónustuaðilum og öðrum sem láta sig úrgangsstjórnun sveitarfélaga varða.

Markmiðið með ráðstefnunni var tvíþætt:

  1. Að gefa yfirlit yfir þau verkfæri og leiðir sem sveitarfélög hafa í úrgangsstjórnun  og hvernig þau geta verið betur í stakk búin til að tileinka sér þær breytingar sem verða á úrgangslöggjöfinni þann 1. janúar 2023.
  2. Skapa vettvang upplýsinga og umræðu um þær útfærslur sem eru fyrir hendi, hvað stendur í vegi sveitarfélaga í aðlögun að breyttu fyrirkomulagi úrgangsmála, hvað getum við lært af reynslunni og hver sé leiðin fram á við.