Veitur

Vatnsveitur

Sveitarfélögum er skylt að reka vatnsveitu í þéttbýli samkvæmt lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 32/2004, en utan þéttbýlis er þeim það heimilt. Margvíslegan fróðleik um rekstur vatnsveitna má finna á heimasíðu Samorku. Einnig er ítarleg umfjöllun um vatnsgæði á heimasíðu Umhverfisstofnunar.


Fráveitur

Sveitarfélög bera ábyrgð á uppbyggingu fráveitna samkvæmt lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009. Í þéttbýli skal sveitarfélag koma á fót og starfrækja fráveitu en utan þess skal sveitarfélag sjá til þess að skólpi sé safnað á kerfisbundinn hátt með safnkerfi, stofnlögnum og sameiginlegu hreinsivirki þar sem þess er þörf, með því að setja kröfur í deiliskipulagi.


Hitaveitur

Hitaveitur í landinu sjá um 90% landsmanna fyrir heitu vatni til húshitunar. Um flestar stærri hitaveitur gilda sérstakar reglugerðir. Íbúar þeirra svæða sem ekki hafa aðgang að jarðhita og kynda hús sín með raforku eða olíu njóta niðurgreiðslna á húshitun. Almenn umsýsla með niðurgreiðslum til húshitunar er í höndum Orkustofnunar sem veitir frekari upplýsingar.