Loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna um loftslagsmál og heimsmarkmiðin

Samstarfsvettvangur sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun var settur á laggirnar þann 19. júní 2019. Samstarfsvettvangnum er ætlað að efla og styrkja sveitarfélögin til samstöðu og samtals um þessa málaflokka.

Sameiginlegur slagkraftur sveitarfélaga skiptir sköpum til að greiða fyrir þeim umskiptum sem þurfa að eiga sér stað til að ná heimsmarkmiðunum og markmiðum Parísarsamningsins og að Ísland nái að standa við loforð sitt um kolefnishlutleysi árið 2040. Jafnframt mun sú aðlögun íslensks samfélags að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga ekki eiga sér stað án aðkomu sveitarfélaganna. Sveitarstjórnir skulu samþykkja loftslagsstefnu fyrir lok árs 2021 samkvæmt breytingu á lögum um loftslagsmál 14. júní 2019. Samstarfsvettvangnum er meðal annars ætlað að aðstoða við gerð loftslagsáætlana sveitarfélaga.

Á fimmta tug sveitarfélaga hafa þegar skuldbundið sig til að taka þátt í samstarfinu og tekið undir yfirlýsingu þess efnis. Þau sveitarfélög sem taka þátt skrá einn til tvo tengiliði sem eru fulltrúar sveitarfélagsins á vettvangnum. Þeim býðst að taka þátt í reglulegum tengiliðafundum og innra starfi vettvangsins. Samstarfsvettvangurinn mun halda utan um málstofur og ráðstefnur tengdum loftslagsmálum og innleiðingu heimsmarkmiðana á sveitarfélagastigi.

Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun var settur á stofn þann 19. júní 2019. Vettvangnum er ætlað að greiða fyrir umræðu á vegum sveitarfélaga og samstarf að loftslagsmálum og sjálfbærri þróun.

Hlutverk samstarfsvettvangsins

Sveitarfélögin hafa misjafnar áherslur og eru komin mislangt í vinnu við loftslagsmál og heimsmarkmiðin. Samstarfsvettvanginum er ætlað að miðla þeirri þekkingu og reynslu sem hefur byggst upp hjá sveitarfélögunum um þessa málaflokka. og þessi vettvangur þarf ekki að hafa áhrif á þá sem eru komnir af stað. Þau sveitarfélög sem eru komin skemmra á veg geta hefðu mikið gagn af því að nýta þá reynslu og þekkingu sem hefur safnast hjá þeim sveitarfélögum sem hafa verið að vinna að heimsmarkmiðunum og loftslagsmálum undanfarin ár.

Aukið samtal um loftslagsmál og heimsmarkmiðin býður upp á að kannaðir verði samstarfsfletir. Samstarf sveitarfélaga um þessa málaflokka getur skilað auknum árangri og aukið hagræði. Um sömu eða samskonar áskoranir er að ræða í mörgum tilfellum og krafa íbúa sveitarfélaganna um lausnir í ýmsum málum krefst oft á tíðum aukins samstarfs.

Mikilvægt er fyrir sveitarfélögin að geta metið hvort áætlanir og stefnumörkun hafi skilað tilætluðum árangri í að vinna að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og uppfylla Parísarsamninginn og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Með kolefnisbókhaldi getur sveitarfélög skoðað hverjar helstu losunaruppsprettur gróðurhúsalofttegunda eru og einbeitt sér að þeim. Með innleiðingu árangursmælikvarða fyrir heimsmarkmiðin er hægt að meta hvort aðgerðir í nafni markmiðanna hafi skilað tilætluðum árangri.

Aðgengi sveitarfélaga að fjármagni til að ráðast í framkvæmdir og aðgerðir sem skipta raunverulegu máli í að vinna að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og uppfylla Parísarsamninginn og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga er oft takmarkað. Vettvangnum er ætlað að skoðað þær leiðir sem sveitarfélögin hafa til fjármögnunar.

Sveitarfélögin eiga fulltrúa í loftslagsráði, í verkefnisstjórn um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og í verkefnisstjórn heimsmarkmiða. Mikilvægt er fyrir þessa fulltrúa að hafa greitt aðgengi að grasrótinni og gæti vettvangurinn orðið gott fóður inn í samstarf af ýmsum toga.