Leiðbeiningar um smölun ágangsfjár

Sambandið hefur um nokkurn tíma óskað eftir því við bæði matvælaráðuneytið og innviðaráðuneytið að ráðuneytin skýri lagaumhverfi og/eða gefa út leiðbeiningar til sveitarfélaga um smölun ágangsfjár.

Í febrúar sl. sendi matvælaráðuneytið bréf til allra sveitarfélaga landsins þar sem skýrt kemur fram að ráðuneytið muni ekki beita sér fyrir því að stofna starfshóp hagaðila né gefa út samræmdar leiðbeiningar til sveitarfélaga um efnið. Það sé mat ráðuneytisins að þó að lög um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. séu komin til ára sinna séu reglurnar að mestu leyti skýrar og mikilvægt að sveitarfélögin nýti þau verkfæri sem þau hafa samkvæmt lögunum til að skýra réttarástandið.

Í ljósi framangreinds hefur Sambandið unnið leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um meðferð ágangsfjár. Við gerð þeirra hefur verið horft núgildandi lagaumhverfis sem og álita og dóma sem fallið hafa í málaflokknum og jafnframt bent á mögulegar forvarnaraðgerðir.

Hér má finna leiðbeiningar um smölun ágangsfjár.