Fréttir og tilkynningar
Styrkir fyrir sveitarfélög til að setja upp opin þráðlaus net í almenningsrýmum
Evrópusambandið hefur ákveðið að veita sveitarfélögum styrki til að fjármagna uppsetningu opinna þráðlausra neta í almenningsrýmum, s.s. á torgum, í almenningsgörðum og opinberum byggingum s.s. bókasöfnum og heilsugæslustöðvum. Íslensk sveitarfélög geta sótt um.
Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir
Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2018-2019. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2018.
Betri framtíð fyrir landsbyggðirnar
A better future for Europe´s rural areas er athyglisverð skýrsla sem sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins samþykkti á haustþingi sínu í fyrra. Fjallað er með greinargóðum hætti um tækifæri og áskoranir dreifbýlla svæða og hvernig takast megi á við þau.
Öryggisstefna og áhættumat grunnskóla vegna meðferðar persónuupplýsinga
Grunnskólum landsins bíður nú það verkefni, að innleiða öryggisstefnu og áhættumat vegna meðferðar persónuupplýsinga. Þó að rekja megi tildrög þess aftur til álits Persónuverndar frá árinu 2015 vegna Mentor-málsins svonefnda, mun þessi vinna auðvelda aðlögun skólakerfisins að nýjum persónuverndarlögum, þegar þar að kemur.
Umhverfiskönnun Gallup
Ríflega helmingur landsmanna eða samtals 57% telja að sveitarfélög hafi náð árangri í að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda, samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunar Gallup á viðhorfum landsmanna til umhverfis- og loftslagsmála. Þá segjast sex af hverjum tíu hafa upplifað afleiðingar loftslagsbreytinga í sveitarfélagi sínu, aðallega í hækkandi hitastigi, og rétt rúmur helmingur segir of lítið gert hér á landi vegna loftslagsbreytinga.
Styrkir til meistaranema
Samband íslenskra sveitarfélaga veitir styrki til lokaverkefna á meistarastigi sem fjalla um sveitarstjórnarmál. Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar.
Lækkun kosningaraldurs
Hugmyndir um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár hafa verið til umfjöllunar í norrænum grannríkjum, en ekki leitt til almennra breytinga samkvæmt upplýsingum sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur aflað frá öðrum norrænu sveitarfélagasamböndunum. Í samantekt Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs, kemur m.a. fram að málið hafi náð lengst í Noregi, þar sem kosningaaldur var í tilraunaskyni lækkaður í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum 2011 og 2015.
Málefni barna með geð- og þroskaraskanir
Samband íslenskra sveitarfélaga gengst fyrir umræðu- og upplýsingafundi um málefni barna með geð- og þroskaraskanir á Grand hóteli, föstudaginn 9. febrúar nk.
Byltingar kosta sitt
Ríkið verður að veita opinberu skattfé til sveitarfélaga í takti við þann þau nýju útgjöld, sem gildistaka breyttra laga um félagsþjónustu mun velta yfir á þau, að sögn Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gangi fyrirhugaðar lagabreytingar eftir vantar að minnsta kosti 100 m.kr. á ári inn í þá akstursþjónustu sem ætlunin er að sveitarfélögin sjái um. Fámennari og dreifbýlli sveitarfélög standa verst að vígi gagnvart þessum fyrirhuguðu breytingum.
Áreitni – NEI TAKK!
Aðilar vinnumarkaðarins hafa, ásamt fulltrúum ríkis og sveitarfélaga, undirritað sameiginlega viljayfirlýsingu gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, undirritaði fyrir hönd sveitarfélaga.
Endanleg framlög úr Jöfnunarsjóði liggja nú fyrir
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun vegna tekjutaps fasteignaskatts, tekjujöfnunarframlags og útgjaldajöfnunarframlags fyrir síðasta ár. Heildarúthlutun jöfnunarframlaga hækkuðu um 1.950 m.kr. í ár samfara auknum skatttekjum ríkissjóðs.
Viðræður hafnar um fráveitumálin við Mývatn
Ríkisstjórnin fól nýlega fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti að ganga til viðræðna við sveitarstjórn Skútustaðahrepps um fráveitumál við Mývatn. Jafnframt verður umhverfisvöktun efld, einkum á innstreymi næringarefna í vatnið og áhrifum þess á lífríki.
Skýrsla skólaþings komin út
Skólaþing sveitarfélaga 2017 var vel sótt, en þátttakendur voru um 230 talsins frá flestum starfssviðum menntamála. Niðurstöður úr umræðuhópum munu nýtast þeirri vinnu sem framundan er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og miðar að bættri framkvæmd menntastefnu stjórnvalda og nýliðun í kennarastétt.
Lækkun kosningaaldurs í 16 ár
Lagt er til að kosningaaldur til sveitarstjórna lækki úr 18 í 16 ár í frumvarpi, sem er nú í umsagnarferli. Að frumvarpinu standa 15 þingmenn úr öllum þingflokkum.
Mikilvægt að afstaða allra sveitarstjórna liggi fyrir
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga telur mikilvægt að allar sveitarstjórnir í landinu móti sér afstöðu til skýrslnanna um annars vegar stöðu og framtíð sveitarfélaga og hins vegar um endurskoðun á jöfnunarframlögum.