Fréttir og tilkynningar
Nýtt byggðamerki Þingeyjarsveitar
Þingeyjarsveit hefur tekið upp nýtt byggðamerki fyrir sveitarfélagið.
Grænbók um skipulagsmál og hvítbók um húsnæðismál í Samráðsgátt
Athygli sveitarfélaga er vakin á því að í samráðsgátt liggja nú frammi annars vegar Grænbók um skipulagsmál og hins vegar Hvítbók um húsnæðismál.
Tillögur um sértækar aðgerðir til að styrkja mönnun heilbrigðisþjónustu og jafna aðgengi
Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að gera tillögur um leiðir til að jafna aðgang að ýmis konar sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði óháð búsetu hefur skilað niðurstöðum sínum.
„Reynslunni ríkari“ – málþing um skólamál 30. október 2023
Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, bjóða til málþings um skólamál.
Auknar kröfur til meðhöndlunar á textíl og matarleifum í farvatninu
Þann 5. júlí birti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tillögu um breytingu á rammatilskipun um úrgang (2008/98/EC).
Stýrihópur skipaður um gagngera endurskoðun byggingarreglugerðar
Innviðaráðherra, hefur skipað stýrihóp um breytingar á byggingarreglugerð til loka árs 2024.
Hækkun tekju- og eignamarka vegna sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir árið 2023
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið fyrir árið 2023 í leiðbeiningum ráðherra til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjenda.
Ársreikningar A-hluta sveitarfélaga 2022
Niðurstöður liggja nú fyrir um ársreikninga 61 af 64 sveitarfélögum landsins fyrir árið 2022. Í þessum sveitarfélögum búa yfir 99% landsmanna.
Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu
Þann 7. júní sl. skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem falið er að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.
Upplýsingabréf fyrir íþrótta- og tómstundastarf
Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við fleiri aðila hefur gefið út upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem ætlað er að minna á ábyrgðina sem við berum öll saman þegar kemur að því að koma í veg fyrir ofbeldi.
Breytingar á kosningalögum
Undir lok vorþings 2023 voru gerðar breytingar á kosningalögum sem miðuðu að því að sníða af þá vankanta sem komið höfðu í ljós í sveitarstjórnarkosningum vorið 2022. Samhliða því voru gerðar breytingar á öðrum lögum sem haft geta áhrif á sveitarfélög.
Hvalreki
Frá árinu 2021 hefur verið unnið að uppfærslu á verklagsreglum um Hvalreka á vegum Umhverfisstofnunar, en samráð var haft við Samband íslenskra sveitarfélaga og fleiri hagaðila við gerð þeirra.
Aukið samstarf og markvissari viðbrögð vegna stöðu mála í Evrópu
Á fundi hagsmunasamtaka sveitarfélaga í Evrópu sem haldinn var í Tiblisi í Georgíu á dögunum var meðal umræðuefna að krísur eru um þessar mundir ekki undantekning heldur viðvarandi ástand.
Kynningarfundur um stórfellda uppbyggingu íbúða fyrir tekju- og eignaminni
HMS boðar til fundar á þriðjudaginn n.k., 20. júní, kl. 12, þar sem kynnt verða uppbyggingaráform íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Á fundinum verður tilkynnt um úthlutun stofnframlaga frá ríki og sveitarfélögum.
Ársfundur Brákar hses.
Brák íbúðafélag hses heldur ársfund 20. júní kl. 14 í húsakynnum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar í Reykjavík.
Auglýst eftir umsóknum um styrki til fráveituframkvæmda
Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 1. september 2023. Þetta er í þriðja skipti sem fráveitustyrkir eru auglýstir til umsóknar.
Uppsveitir Árnessýslu samþykkja atvinnumálastefnu 2023-2027
Uppsveitir Árnessýslu, en það er svæðið frá Þingvöllum að Þjórsá, spanna fjögur sveitarfélög: Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp.