Fréttir og tilkynningar

Umsókn skilað í LIFE vegna innleiðingar vatnaáætlunar Íslands 

Umsókn um styrk vegna verkefnisins ICEWATER hefur nú verið skilað. Sótt var um í LIFE áætlunina en hún styður við verkefni á sviði umhverfis- og loftslagsmála.

Lesa meira

Kostnaðarþátttaka Úrvinnslusjóðs fyrir sérstaka söfnun á vörum og umbúðum fyrir árið 2023 

Í júní 2023 greiddi Úrvinnslusjóður í fyrsta skipti sveitarfélögum fyrir sérstaka söfnun á vörum og umbúðum sem eru á ábyrgð sjóðsins, en árið 2021 tóku ný lög gildi þar sem gerðar voru umtalsverðar breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga og kröfur hertar.  Greitt er fyrir að koma á söfnun við heimili og á grenndar- og söfnunarstöðvum.

Lesa meira

Góður árangur sveitarfélaga við innleiðingu Borgað þegar hent er kerfa 

Samband íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hafa staðið saman að verkefni er styður sveitarfélög við að innleiða breytta gjaldheimtu vegna meðhöndlunar úrgangs í gegnum álagningarkerfið.

Lesa meira

Vettvangur samtals sveitarfélaga um úrgangsstjórnun 

Sambandið hvetur fulltrúa sveitarfélaga að kynna sér starfsemi Verkefnisstjórnar um hagsmunagæslu í úrgangsmálum sem hefur verið starfandi frá 2007. 

Lesa meira

Aðgerðir gegn þeim sem ganga illa um grenndarstöðvar 

Sveitarfélög starfrækja flest grenndarstöðvar þar sem íbúar og í einhverjum tilfellum lögaðilar geta skilað flokkuðum úrgangi til endurnotkunar og endurvinnslu og annarar endurnýtingar. Frá byrjun árs 2023 hefur hvílt sú skylda á sveitarfélögum að sérsafna gleri, málmum og textíl og getur söfnunin verið á grenndarstöðvum.

Lesa meira

Álit um færslu tryggingafræðilegs endurmats Brúar lífeyrissjóðs

Gerður Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Brúar, hélt erindi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í september 2023, þar sem fram kom að tryggingaleg staða A deildar Brúar er neikvæð.

Lesa meira

Drög að borgarstefnu í samráðsgátt

Með borgarstefnu er markmiðið að styðja við þróun borgarsvæða sem drifkraft velsældar, fjölbreyttari búsetukosta og aukinnar samkeppnishæfni landsins.

Lesa meira

Ársfundur náttúruverndarnefnda

Sambandið vekur athygli sveitarfélaga á ársfund náttúruverndarnefnda sem haldinn verður á Ísafirði þann 21. mars næstkomandi frá kl. 10-16:30. Fundurinn var fyrirhugaður 12. október sl. en var frestað vegna veðurs, Yfirskrift fundarins er Hver eru áhrif aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa?

Lesa meira

Smáraskóli í Kópavogi vann Sexuna 2024!

Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.

Lesa meira

Viljayfirlýsing um samstarf þjónustukerfa á sviði endurhæfingar

Heildstæð nálgun, samvinna kerfa og samfella í þjónustu verða leiðarstefin í endurhæfingu fólks samkvæmt viljayfirlýsingu sem hefur verið undirrituð.

Lesa meira

Heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna

Mennta- og barnamálaráðuneytið stóð ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleiri samstarfsaðilum fyrir málþingi um framtíðarfyrirkomulag útgáfu námsgagna á föstudag. Meginumfjöllunarefnið var hvaða leiðir eru færar til að auka aðgengi nemenda að vönduðum námsgögnum.

Lesa meira

Framtíðarfyrirkomulag útgáfu námsgagna

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til málþings um framtíðarfyrirkomulag útgáfu námsgagna fyrir börn og ungmenni föstudaginn 16. febrúar kl. 13:00–17:00 á Reykjavík Natura að Nauthólsvegi 52 og í streymi.

Lesa meira

Sex nýir stjórnendur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ráðið sex nýja stjórnendur en nýverið tóku gildi skipulagsbreytingar hjá sambandinu og eru ráðningarnar liður í þeirri vegferð þar sem markmiðið er að skerpa á hlutverki sambandsins og gera það í betur stakk búið til að takast á við þau verkefni og áskoranir sem sambandið sinnir frá degi til dags. 

Lesa meira

Leikskólinn Múlaborg hlýtur Orðsporið 2024

Dagur leikskólans er í dag, 6. febrúar. Hefðbundið er að veita Orðsporið, hvatningarverðlaun leikskólans, í tengslum við þennan ánægjulega dag.

Lesa meira

Fullnægjandi aðgreining úrgangsflokka skiptir máli

Sveitarfélög hafa verið að vinna að því að innleiða viðamiklar og auknar skyldur sem lagðar hafa verið á þau um úrgangsstjórnun og innleiðingu hringrásarhagkerfis í lögum nr. 103/2021. Þau þurfa að koma á sérstakri söfnun á ákveðnum flokkum heimilisúrgangs, þ.á.m. pappír og pappa, plasti, lífúrgangi auk þess að safna blönduðum úrgangi.

Lesa meira

Vika6

Í tilefni Viku6 hefur Jafnréttisskóli Reykjavíkur staðið fyrir gerð fræðslumola á myndbandaformi í samstarfi við UngRÚV sem fjalla um kynlíf og kynvitund ungs fólks út frá ólíkum sjónarhornum.

Lesa meira

Hvað er næst í loftslagsmálum og orkuskiptum?

Tveir viðburðir eru á döfinni undir hatti RECET verkefnisins.

Lesa meira

Aðlögun að loftslagsbreytingum – leiðangur Horizon Europe

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur, fyrir hönd allra sveitarfélaga á Íslandi, skrifað undir sáttmála Evrópskra svæða um að vinna í sameiningu að aðlögun að loftslagsmálum (e. Charter signatory). Sáttmálinn er grundvallaður í Leiðangri Horizon Europe um aðlögun að loftslagsbreytingum 

Lesa meira