Frestun á gildistöku breytinga á barnaverndarlögum

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur samþykkt ósk Sambands íslenskra sveitarfélaga um að fresta gildistöku breytinga á barnaverndarlögum framtil a.m.k. 1. október 2022 og helst til áramóta.

Samhliða frestuninni verður stofnaður innleiðingarhópur með fulltrúum mennta- og barnamálaráðuneytis, Barna- og fjölskyldustofu og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Í bréfi mennta- og barnamálaráðuneytisins dags. 4. mars 2022 kemur fram að ráðuneytið taki undir mikilvægi þess að vandað sé til verka við undirbúning þeirra umfangsmiklu breytinga sem um ræðir. Undirbúningur frumvarps, sem frestar gildistöku barnaverndarlaga, er því þegar hafinn innan ráðuneytisins og stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi um næstu mánaðamót.