Velferðarvaktin stendur að málþinginu Mataraðstoð – ný framtíðarsýn? þriðjudaginn 26. október kl.9:30-11:45 í Hvammi, Grand hóteli. Málþingið er opið öllum og er þátttaka gjaldfrjáls. Boðið verður upp á kaffiveitingar.
Skráning fer fram hér
Dagskrá
Kl.9:30 | Þingsetning Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktar |
Kl.9:35 | Kynning á mataraðstoð og ráðgjöf hjálparsamtaka á Íslandi og á Norðurlöndum Ásdís Aðalbjörg Arnalds, Félagsvísindastofnun HÍ, kynnir niðurstöður tveggja skýrsla sem unnar voru fyrir Velferðarvaktina og félagsmálaráðuneytið: |
Úttekt á fyrirkomulagi úthlutana og ráðgjafar hjálparsamtaka- Hvaða hópar leita aðstoðar? Aðstoð hjálparsamtaka á Norðurlöndunum | |
Kl.10:10 | Viðbrögð notenda, hvernig má auka valdeflingu? Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri PEPP-samtaka fólks í fátækt |
Kl.10:20 | Er ávinningur af auknu samstarfi félagasamtaka sem sinna aðstoð? Eydís Ösp Eyþórsdóttir, stjórnarmeðlimur í Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðis, kynnir fyrir hönd samstarfsaðila um matar- og fjárhagsaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu. |
Kl.10:30 | Örstutt hlé |
Kl.10:40 | Ný áætlun gegn matarsóun. Eru búðir/matarbankar snjöll leið? |
Guðmundur B. Ingvarsson, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, kynnir aðgerðir 7, 10, 19, 23 og 24 í áætluninni Minni matarsóun-Aðgerðaráætlun gegn matarsóun, frá 24. september 2021 | |
Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi, samtaka um aukna vitundarvakningu varðandi sóun matvæla og | |
Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu, fjalla um hugmyndir um búðir/matarbanka með mjög ódýrum/ókeypis mat | |
Kl.11:10 | Umræða á borðum þar sem leitað verður svara við eftirfarandi spurningum: 1. Hvernig má taka meira tillit til óska notenda úr skýrslunni? 2. Er vilji til að auka samráð milli félagasamtaka og þá hvernig? 3. Er snjallt að koma upp sérstökum verslunum með ódýrum/ókeypis mat? 4. Hvernig verður fyrirkomulag aðstoðar eftir 10 ár? Velferðarvaktin tryggir ritara á hvert borð sem tekur saman svarpunkta sem nýtast svo í framhaldinu í starfi vaktarinnar og víðar |
Kl.11:40 | Lokaorð og málþingi slitið Vilborg Oddsdóttir, formaður sárafátæktarhóps Velferðarvaktar |
Streymt verður frá fyrstu dagskrárliðum málþingsins kl.9:30-11:10 |