Örnámskeið fyrir starfsfólk leikskóla vegna forvarnaáætlunar.

Forvarnafulltrúi sambandsins vinnur að því að framfylgja þingsályktun 37/150 um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni gegn börnum og ungmennum, sérstaklega gagnvart leikskólum og grunnskólum.

Á vordögum var haldinn kynningarfundur fyrir leikskólastjóra. Á þeim fundi voru aðgerðir þingsályktunarinnar kynntar ásamt þeim skrefum sem framundan eru. Sérstaklega voru kynntar þær aðgerðir sem snúa að leikskólunum.

Sambandið, Barna- og fjölskyldustofa og Barnahús bjóða nú starfsfólki leikskóla upp á örnámskeið, mánudaginn 19. september kl. 13.00 og fimmtudaginn 22. september kl. 11.00. Efni beggja fundanna er hið sama.

Harpa Oddbjörnsdóttir, sálfræðingur og sérhæfður rannsakandi hjá Barnahúsi mun fara yfir grunnatriði varðandi kynferðislegt ofbeldi og áreitni gegn börnum og ungmennum, tilkynningarskyldu starfsfólks, ferli mála og einkenni ofbeldis hjá börnum og ungmennum. Alfa Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi sambandsins mun fara yfir stöðu þeirra aðgerða þingsályktunarinnar sem snúa að leikskólum.

Námskeiðið verður tekið upp og verður myndbandið birt á vefgátt Menntamálastofnunar: StoppOfbeldi eftir að seinna námskeiði lýkur, þann 22. september. Auk myndbandsins er mikið um efni inn á vefgáttinni sem nýta má til fræðslu.

Í lok árs 2022 verður boðið upp á ítarlegra gagnvirkt netnámskeið á vegum Barna- og fjölskyldustofu. Það markmið er sett í þingsályktuninni að 90% alls starfsfólks sem starfar með börnum og ungmennum hafi tekið þátt í námskeiðinu í lok árs 2025.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband í: alfa@samband.is