Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga krefst þess að ríkið gangi til samninga um hækkun á daggjöldum til samræmis við raunkostnað. Þá átelur stjórn sambandsins vinnulag velferðarráðuneytisins vegna samninga um dagdvöl aldraða, sem eru einnig í uppnámi. Að mati rekstraraðila þarf að hækka daggjöld skv. kostnaðarmati um 30%. Því mati hefur ráðuneytið hafnað án þess að leggja fram annað kostnaðarmat, sem er óboðlegt vinnulag að mati stjórnarinnar.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga krefst þess að ríkið gangi til samninga um hækkun á daggjöldum til samræmis við raunkostnað. Þá átelur stjórn sambandsins vinnulag velferðarráðuneytisins vegna samninga um dagdvöl aldraða, sem eru einnig í uppnámi. Að mati rekstraraðila þarf að hækka daggjöld skv. kostnaðarmati um 30%. Því mati hefur ráðuneytið hafnað án þess að leggja fram annað kostnaðarmat, sem er óboðlegt vinnulag að mati stjórnarinnar.
Stjórn sambandsins fjallaði um stöðuna í samningaviðræðum vegna hjúkrunarheimila og dagdvalar aldraðra á fundi sínum 30. nóvember sl. og samþykkti að því loknu eftirfarandi ályktun:
Um næstu áramót fellur rammsamningur um þjónustu hjúkrunarheimila úr gildi. Samningaviðræður um framlengingu samningsins eru komnar í strand. Engar auknar fjárheimildir eru í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 og raunar gerð 0,5% aðhaldskrafa til málaflokksins. Breytingartillaga meirihluta fjárlaganefndar um 276 m.kr. hækkun fjárheimildar til hjúkrunarheimila er til komin vegna aukinnar þjónustuþyngdar en er ekki viðbót við rekstrargrunn hjúkrunarheimila líkt og kallað hefur verið eftir. Hjúkrunarheimili eru rekin með verulegum halla enda liggur fyrir að daggjöld þyrfti að hækka um tugi prósenta til að ná endum saman. Sveitarfélögin greiða um einn milljarð króna með hjúkrunarheimilum sínum á ári hverju. Við það verður ekki unað.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga krefst þess að ríkið gangi til samninga um hækkun á daggjöldum til samræmis við raunkostnað. Að öðrum kosti þurfi að draga úr þjónustu hjúkrunarheimila. Samningar um dagdvöl aldraðra eru einnig í uppnámi. Velferðarráðuneytið hefur gefið út kröfulýsingu um dagdvöl en hefur neitað að kostnaðarmeta hana. Án slíks mats er enginn grundvöllur til samninga. Rekstaraðilar hafa látið meta kostnað vegna kröfulýsingarinnar og það mat sýnir að daggjöld þurfi að hækka um 30%. Ráðuneytið hefur hafnað þessu mati án þess að leggja annað mat fram. Þetta er óboðlegt vinnulag.
Stjórn sambandsins krefst þess að fjármagn fylgi þeim kröfum sem gerðar eru til dagdvalarþjónustu og að samningar grundvallist á sameiginlegu kostnaðarmati.