Samband íslenskra sveitarfélaga hefur farið þess á leit við félags- og jafnréttisráðherra að gildistöku laga, sem taka eiga gildi um næstu mánaðamót vegna NPA-þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, verði frestað til 1. janúar nk. Að mati sambandsins þurfa stjórnvöld að gefa sér tíma til að klára undirbúning málsins, en margt er enn óljóst varðandi innleiðingu þjónustunnar og fjármögnun. Sé vel á málum haldið, geti nauðsynlegum undirbúningi verið lokið um næstu áramót.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur farið þess á leit við félags- og jafnréttisráðherra að gildistöku laga, sem taka eiga gildi um næstu mánaðamót vegna NPA-þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, verði frestað til 1. janúar nk. Að mati sambandsins þurfa stjórnvöld að gefa sér tíma til að klára undirbúning málsins, en margt er enn óljóst varðandi innleiðingu þjónustunnar og fjármögnun. Sé vel á málum haldið, geti nauðsynlegum undirbúningi verið lokið um næstu áramót.
Í bréfi til Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttisráðherra, sem barst ráðuneytinu sl. föstudag vegna málsins, kemur m.a. fram:
- Lögum samkvæmt er velferðarráðuneytinu ætlað að setja reglugerð um framkvæmd NPA. Sveitarfélögum er ætlað að gefa út nánari reglur um innleiðingu NPA, m.a. á grundvelli þessarar reglugerðar. Umræddar reglur sveitarfélaga skulu settar í samráði við samtök fatlaðs fólks m.a. á vettvangi notendaráða. Eðli málsins samkvæmt verður efni reglugerðarinnar að liggja fyrir áður en samráð getur fram um þær reglur sem gert er ráð fyrir að sveitarfélögin setji.
- Samkvæmt 129. gr. sveitarstjórnarlaga ber velferðarráðuneytið ábyrgð á að áformuð reglugerð um framkvæmd NPA fari í gegnum svokallað kostnaðarmat, sem felur í sér greiningu á fjárhagslegum áhrifum áformanna gagnvart sveitarfélögum. Lögin kveða skýrt á um að mat á fjárhagslegum áhrifum tillögu að reglugerð skuli liggja fyrir áður en efni reglugerðar er endanlega ákveðið. Sambandið hefur lagt megináherslu á að þetta kostnaðarmat verði unnið hratt og vel en til þessa hefur ekkert samtal átt sér stað við velferðarráðuneytið þar að lútandi. Fyrir liggur að í kostnaðarmati þarf að taka afstöðu til margháttaðrar óvissu sem uppi er varðandi innleiðinguna og vikið er að í því bréfi sambandsins til ráðherra [setja inn hlekk] sem var tilefni fréttaflutnings.
- Velferðarráðuneytið hefur ekki getað svarað því skýrt hvaða fjárhagslegt svigrúm er til þess: (A) að endurskoða þá NPA-samninga sem í gildi eru og gilda eiga áfram eftir 1. október n.k. og (B) að gera nýja NPA-samninga frá og með 1. október n.k. Nauðsynlegt er að fyrir liggi með óyggjandi hætti um hvaða fjárhæðir er að ræða og hversu marga nýja samninga ætlunin er að gera.
Dráttur á því þrepaskipta ferli sem hér er lýst og óvissa við innleiðinguna hafa reynst bagaleg bæði fyrir notendur og sveitarfélög sem ætlað er að gera og framkvæma einstaklingssamninga um NPA. Að mati sambandsins er einsýnt að það mun ekki nást fyrir 1. október nk. að fara í gegnum nauðsynlegan undirbúning og útkljá þá óvissu sem ríkt hefur þannig að samtöl geti farið fram á milli sveitarfélaga annars vegar og hins vegar notenda og hagsmunasamtaka þeirra um innleiðinguna.
Sambandið leggur því til að félags- og jafnréttismálaráðherra leiti eftir heimild Alþingis til þess að fresta því til 1. janúar nk. að gerðir verði nýir NPA-samningar, enda liggi þá fyrir:
- Kostnaðarmetin reglugerð um framkvæmdina
- Reglur sveitarfélaga, settar að undangengnu samráði við samtök fatlaðs fólks
- Nauðsynlegar útgjaldaheimildir í fjárlögum 2019 og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga til þess að standa straum af þeim fjölda NPA-samninga sem ætlunin er að verði í gildi á árinu 2019
- Nýr lagarammi um félagsþjónustu -nauðsynlegar frekari breytingar - bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til félags- og jafnréttisráðherra vegna innleiðingar NPA (pdf)