Sérfræðingur í málefnum barna

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða sérfræðing í málefnum barna

Children posing in a growing row going from the younger to the older

Sérfræðingurinn mun starfa með öðrum sérfræðingum sambandsins að fjölbreyttum verkefnum á sviði fræðslumála og félagsþjónustu. Helstu verkefni tengjast samþættingu farsældarþjónustu í þágu barna, sem m.a. snýr að leik- og grunnskólastarfi, frístundaþjónustu og annarri þjónustu við börn. Mikil áhersla er á teymisvinnu. 

Hæfnikröfur 

Gerð er krafa um háskólapróf sem nýtist í starfi auk víðtækrar reynslu og þekkingar á þjónustu við börn, ásamt áhuga á málefnum sveitarfélaga. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg. Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði. Góð kunnátta í a.m.k. einu öðru Norðurlandamáli og ensku er æskileg.

Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði, ríka þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, vilja til teymisvinnu, nákvæmni í vinnubrögðum og forystu- og skipulagshæfileika. Jafnræðis skal gætt í hvívetna við ráðningu og leitast er við að starfsmannahópurinn endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í október.          

Óstaðbundið starf

Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendu uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjanda en einnig á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík. 

Umsóknarfrestur til 10. júlí 

Ferilskrá og kynningarbréf, merkt „Umsókn um starf sérfræðings í málefnum barna“, berist eigi síðar en sunnudaginn 10. júlí nk. til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, eða netfangið: samband@samband.is. 

Nánari upplýsingar 

Nánari upplýsingar veita Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs, netfang: gudjon.bragason@samband.is, og Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: valur@samband.is eða í síma 515-4900. 

Vinnustaðurinn 

Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Samband íslenskra sveitarfélaga er heilsueflandi vinnustaður og leggur ríka áherslu á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og kost á fjarvinnu eftir því sem við á.