Breyting á reglugerð um húsnæðisbætur

Innviðaráðherra, hefur gefið út reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1200/2016, um húsnæðisbætur.

Um er að ræða frítekjumörk þeirra einstaklinga sem þiggja húsnæðisbætur vegna leigu íbúðarhúsnæðis. Frítekjumörkin hækka um 5,6% en mörkin voru hækkuð afturvirkt um mitt ár 2023 svo samtals nemur hækkun milli ára 8,2%.

Frá og með 1. janúar 2024 eru uppreiknuð frítekjumörk í 14. gr. reglugerðarinnar eftirfarandi:

Fjöldi heimilismannaFrítekjumörk m.v. árstekjur
15.690.772 kr.
27.526.505 kr.
38.811.518 kr.
4 eða fleiri9.545.812 kr.

Reglugerð þessi er sett á grundvelli 4. mgr. 17. gr. sbr. 4. tölul. 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. laga um húsnæðisbætur, nr. 75/2016.