Þann 21. október 2023 kl. 13.00 verður málþing um húsnæðismál á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar og Húsbyggingasjóðs Þroskahjálpar.
Málþingið verður haldið á Hotel Reykjavík Grand. Hægt verður að horfa í streymi hér að ofan. Streymið hefst 21. október.
Meðal þeirra sem flytja ávarp á þinginu má nefna Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Heiðu Björgu Hilmisdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, en þau munu einnig taka þátt í pallborðsumræðum undir lok málþingsins.