Styrkir til sveitarfélaga í dreifðum byggðum

Byggðastofnun auglýsir styrki til sveitarfélaga vegna áskorana sem fylgt hafa COVID-19 í félagsþjónustu og barnavernd í dreifðustu byggðum landsins. Veittar eru 14 m.kr. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2021.

Við úthlutun styrkja verður eingöngu horft til umsókna frá sveitarfélögum utan Hvítá-Hvítá svæðisins, þ.e. sveitarfélaga utan þéttbýlasta hluta landsins. Undanskilin eru þá sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, auk Akraness, Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar, Sveitarfélagsins Árborgar, Hveragerðis og Sveitarfélagsins Ölfuss.

Sveitarfélög sem hyggjast sækja um styrk þurfa að byggja umsóknir á málum sem lúta að skjólstæðingum með búsetu í dreifbýli eða byggðakjörnum með 1.500 íbúa eða færri m.v. 1. janúar 2020.

Sjá auglýsingu Byggðastofnunar um styrkveitinguna.

Nánari upplýsingar veitir Alfa Jóhannsdóttir; alfadrofn@byggdastofnun.is