Mennta- og barnamálaráðuneytið hélt kynningarfund fyrir sveitarfélögin þann 10. október 2022 um stuðning sem ráðuneytið muni veita sveitarfélögum vegna barna á flótta skólaárið 2022-2023.
Stuðningur ráðuneytisins er veittur til allra barna með viðurkennda stöðu flóttafólks. Veita á almennan stuðnings sem miðar að því að styðja við íslenskunám og hjálpa börnum með aðlögun í leik- og grunnskólum. Einnig á að styðja við starfsfólk innan skóla og frístundaheimila til að mæta þörfum barnanna á þeirra forsendum. Koma á upp þróunarsjóði þar sem kennara og aðrir fagaðilar geta sótt um styrk til að þróa námsefni og önnur verkefni. Jafnframt á að bæta við stöðugildi hjá Barna- og fjölskyldustofu til að styðja við sveitarfélög vegna barnaverndarmála. Sérstakur stuðningur verður veittur til þriggja sveitarfélaga þar sem flest börn á flótta búa. Það eru sveitarfélögin Reykjavík, Hafnarfjöður og Reykjanesbær.
Skipting fjármagns er sem hér segir:
| | |
0-6 ára (534 börn) | 125.000 kr. | 66.750.000 kr. |
6-18 ára (1068 börn) | 200.000 kr. | 213.600.000 kr. |
BOFS (launakostnaður) | 1.Stöðugildi | 12.000.000 kr. |
Þróunarsjóður kennara | 1 úthlutun | 10.000.000 |
Ólæsi | 3-4 stöðugildi | 35.450.000 |
Samtals | | 337.800.000 |